Fyrirtækjalausnir volvo

Allt á einum stað

.
Heildarlausn í bílamálum fyrirtækja er loforð fyrirtækjalausna Volvo og Brimborgar. Fyrirtækjasamningur veitir fyrirtækjum aðgang að miklu bílaúrvali og víðtækri bílaþjónustu.

Heildarlausn í bílamálum

Með fyrirtækjalausnum Volvo og Brimborgar leysum við bílamál fyrirtækja á ódýran og einfaldan hátt. Allt á einum stað, hvort sem er bílar, bílaþjónusta eða fjármögnun.

Úrval nýrra og notaðra bíla

Ráðgjafar okkar eru til staðar fyrir þig og leita lausna á bílamálum fyrirtækis þíns. Hvort sem lausnin er nýr bíll eða notaður eða blanda þessu tvennu þá leysum við málið. Við eigum líka auðvelt með að flétta lausnir okkar við annað bílaframboð Brimborgar t.d. atvinnubíla og stærri atvinnutæki.

Dekk og hjólbarðaþjónusta

Brimborg býður fyrirtækjum Nokian dekk og hjólbarðaþjónustu í samvinnu við MAX1 Bílavaktina á verkstæðum víðsvegar um höfuðborgarsvæðið. Gæðadekk, hraðþjónusta og dekkjahótel eru hluti af fyrirtækjalausnum Brimborgar í samvinnu við MAX1.

Rekstrar- eða flotaleiga

Flotaleiga er í boði hjá Brimborg í samvinnu við Thrifty bílaleigu. Stundum skapast bílaþörf yfir háönn fyrirtækis og þá er gott að geta gripið í aukabíl með skammtímaleigu. Langtímaleiga til 12 mánaða með framlengingarkosti eða rekstrarleiga til 36 mánaða getur einnig hentað mörgum fyrirtækjum, bæði alfarið eða með kaupum.

hafðu samband

Hagræðing, þægindi og sveigjanleiki

Við leggjum áherslu á einfaldar boðleiðir. Saman finnum við lausnir með því að flétta saman vöru og þjónustu Volvo og Brimborgar auk þess að finna hagstæða fjármögnunarkosti. Söluráðgjafar Volvo búa yfir langri reynslu og mikilli þekkingu og leysa þarfir stórra og smárra fyrirtækja í bílamálum

Fáðu tilboð