við léttum þér bílakaupin

UPPÍTAKA OG HAGSTÆÐ FJÁRMÖGNUN

Eigir þú eldri bíl þá bjóðum við þér uppítöku sem greiðslu upp í annan bíl, hvort sem þú ert að velta fyrir þér nýjum bíl eða notuðum. Við tryggjum að þér standi til boða bestu fjármögnunarkostir.

Uppítakan er einföld og engin skuldbinding

Þú kemur með bílinn og við metum hann til uppítöku án nokkurrar skuldbindingar af þinni hálfu og gerum þér tilboð í milligjöfina. Þú ákveður síðan næstu skref.

Léttar mánaðargreiðslur

Gert er ráð fyrir útborgun sem oftast þarf að vera 25% að lágmarki en hún má auðvitað vera hærri. Eftirstöðvarnar er yfirleitt hægt að fá að láni til allt að 84 mánaða eða 7 ára eftir því hvað þér hentar.