SPORTLEGT YFIRBRAGÐ

Volvo S60 R-Design

Tjáðu kraftinn með einstakri hönnun og uppfærslum á undirvagni.

Akstur sem fyllir mann innblæstri

S60 R-Design leggur áherslu á akstursánægju. Útfærslur að utan með svörtum glans og úrval af einstökum álfelgum tjá greinilega hvaða möguleika bíllinn felur í sér. Contour-sæti, Charcoal-klæðning og einstök innrétting staðfestir að þetta er bíll sem er hannaður fyrir þá sem hafa unun af akstri. Stífari, lægri fjöðrun bætir viðbragðið svo um munar og skerpir á meðhöndlun bílsins. Í hæsta gæðaflokki er svo T8 Twin Engine tengiltvinnvélin, sem skilar öflugum krafti.

Settu saman þinn eigin S60 R-Design

R-Design útfærslan í smáatriðum

Áberandi felgur

Djarfar 18 tommu álfelgur efla kröftugt yfirbragðið. Einnig eru 19 og 20 tommu R-Design felgur í boði.

Afgerandi útlit

Svartar, glansandi útfærslur fyrir framgrill og grillum á stuðara gefa S60 R-Design kröftugt yfirbragð.

Nákvæm stjórn

S60 R-Design er fólksbíll ökumannsins, með lægri og stífari stillingar sem veita enn betri reynslu á bak við stýrið.

Hannað með akstur í huga

Metal Mesh Aluminium-skreytingar í innréttingu, Charcoal-klæðning og Contour-sæti með leðri eða hnitamynstruðu áklæði skapa andrúmsloft sem leggur áherslu á akstursánægju.

Skapaðu þitt eigið útlit

Hannaðu fullkominn Volvo S60. Veldu úr miklu úrvali lita, tækni- og aukabúnaðar sem hannaður er til að hæfa þínum þörfum og stíl fullkomlega.

Settu saman þinn eigin bíl

Skoða aðrar S60 útfærslur

S60 Inscription

Nútímalegur lúxus, hannaður í Svíþjóð.