Sterkbyggður og fágaður

Einstök akstursupplifun fyrir unnendur hönnunar, náttúru og ævintýra.

Frábær stjórnun

Fullkomin stjórn

Gott bílsæti beintengir þig við veginn. Leðursætin í Volvo V60 Cross Country veita svo góðan stuðning að þú vilt ekki að ævintýraförin taki enda. Þegar þú rennir þér í gegnum beygjur og fyrir horn ertu áfram grafkyrr í sætinu – með fullkomna stjórn á bílnum. 

Hágæða stjórnunareiginleikar

Allir vegir eru heimavöllur

Allir vegir eru rétti vegurinn fyrir V60 Cross Country. Til að geta ekið á ólíkum vegum og í öllum veðrum er hæðin frá jörðu mikil – og drif á öllum hjólum eykur við þá færni. 

Þegar þú snýrð aftur á þjóðveginn og tekur beygju á miklum hraða mun beygjugripið gera aksturinn umtalsvert kraftmeiri. 

hafðu samband

Líst þér vel á þennan?

Hafðu samband við okkur og fáðu tilboð eða svör við spurningum sem leita á þig. Ef þú vilt setja bíl upp í þá er gagnlegt að senda okkur bílnúmer væntanlegs uppítökubíls. Við tökum allar gerðir bíla upp í. Mismuninn getur þú greitt eða við útvegum hagstæða fjármögnun. Skráðu þig líka á póstlista og fáðu fréttirnar fyrst/ur.

Fáðu tilboð

nýsköpun okkar

Fólk er leiðarljósið í öllu okkar starfi og því miðast nýsköpun okkar við að einfalda og bæta líf þitt. Við erum sérstaklega stolt af árangri okkar við þróun á vistmildari vélum, samskiptatækni og öryggi. Við eigum hugtök yfir hugsun okkar á þessum sviðum: Drive-E, Sensus og IntelliSafe.