Nútíma lúxus

Fjölhæfur, rúmgóður og glæsilegur. Volvo V90 er nútíma útgáfa af skandinavískum lúxus.

Glæsilegt útlit

Úrval aukabúnaðar eykur á glæsilegt útlit Volvo V90.

Lykill úr hvítu leðri

Lykill úr hágæða hvítu leðri sem er sérhannaður til þess að vera í stíl við innréttinguna í þínum Volvo. Lykillinn er handgerður og hvert smáatriði er úthugsað.

Aukahlutir

Frábærar lausnir sem eru sérstaklega hannaðar til þess að fullkomna þinn V90.

Hundagrind

Grindin er hönnuð til þess að sjá til þess að hundurinn þinn sé öruggur um borð í bílnum. Hún er samansett af öryggisgrind, farangurshlíf og skottmottu sem saman trygga öryggi hundsins í skottinu. Hundagrindina er hægt að setja bæði hægra og vinstra megin og eins er hægt að hafa hana tvöfalda. Hundagrindin verður fáanleg í lok árs 2016.

Skotthlíf

Skotthlífin er sérstaklega hönnuð fyrir V90 Inscription. Hún ver kantinn þegar hlaðið er í og úr bílnum. Þegar skottið er opið lýsa LED ljósin í samspili við aðra lýsingu í innréttingu bílsins. Skotthlífin verður fáanleg í lok árs 2016.

Tækni og hljóð

Hvort sem það er að tryggja að ökumaðurinn sé rétt tengdur eða að skemmta farþegum bílsins, þá er til eitthvað fyrir alla.

iPad® standur

iPad standurinn auðvelda farþegum í afturstæti bílsins að nota iPad á þægilegan og öruggan hátt. Hvort sem það er til að hlusta á tónlist, horfa á mynd eða vafra um á netinu, þá gerir iPad standurinn ferðina ánægjulegri. Í standinum eru tvö USB tengi til þess að hlaða tæki.

Apple CarPlay

CarPlay tekur mest notuðu smáforritin þín og setur þau upp með aðgengi og þægindi í huga á skjánum í þínum Volvo. 

Öryggi barna

Framsækinn öryggisbúnaður okkar hefur nýst við að auka öryggi barna í bifreiðum í meira en hálfa öld. Á þessum tíma höfum við lært ótalmargt. Með hverri nýrri kynslóð barnabílstóla frá Volvo nýtum við alla vitneskjuna sem við höfum aflað okkur svo þú nýtur góðs af.

Ungbarnabílstóll

Bílstóllinn er hannaður með þægindi og öryggi ungbarna allt til eins árs í huga. Hann er bakvísandi og með djúpu formuðu sæti, fyrsta flokks nýju ullaráklæði og hár til hliðanna. Stórt handfangið er auðvelt að stilla með annarri hendi og þægilegt er að stilla höfuðpúðann úr framsætinu.

Bakvísandi barnabílstóll

Bakvísandi barnabílstóllinn okkar er með auknu fótarými, mismunandi hallamöguleikum og fyrsta flokks nýju ullaráklæði og tryggir börnum frá 9 mánaða til 6 ára aldurs mikil þægindi og öryggi. Hann er að auki nettur og léttur svo auðvelt er að koma honum fyrir, stilla hann og fjarlægja.

Barnasæti

Barnasætið okkar er framvísandi sæti fyrir börn 4 til 10 ára. Bólstraður höfuðpúði, háar hliðar og axlavernd tryggja öryggi barnsins í bílferðinni og fyrsta flokks ullaráklæði gerir ferðina þægilega.

Barnasessa með ullaráklæði

Barnasessa með baki fyrir börn 4 til 10 ára tryggir að öryggisbeltið sitji ávallt rétt og að barnið haldist öruggt eftir því sem það stækkar. Fyrsta flokks nýtt ullaráklæði tryggir svo þægindi barnsins í bílferðinni. Bakið má leggja í hvíldar- og svefnstöðu og er með fimm mismunandi hæðarstillingum.

Polestar Performance Optimisation

Drive-E is Volvo’s most advanced powertrain ever. As a result, the Polestar engineers focused on five critical performance areas when developing the new generation of Polestar optimisations. They took a holistic approach and developed software upgrades to both the engine and gearbox. Together, they deliver a faster, more precise and intuitive driving experience.

nýsköpun okkar

Fólk er leiðarljósið í öllu okkar starfi og því miðast nýsköpun okkar við að einfalda og bæta líf þitt. Við erum sérstaklega stolt af árangri okkar við þróun á vistmildari vélum, samskiptatækni og öryggi. Við eigum hugtök yfir hugsun okkar á þessum sviðum: Drive-E, Sensus og IntelliSafe.