ÆVINTÝRALEG FÁGUN

Volvo V90 Cross Country Volvo Ocean Race útfærslan

Ævintýralegur, notadrjúgur og íburðarmikill: V90 Cross Country Volvo Ocean Race

V90 CROSS COUNTRY VOLVO OCEAN RACE

Nú hefst næsta ævintýri

Við sóttum innblástur í erfiðustu siglingarkeppni í heimi og hönnuðum V90 Cross Country Volvo Ocean Race, sem sameinar aldrif, akstur við allar aðstæður, snjalla eiginleika og aukabúnað á ævintýralegan hátt. Sérhannaðir litir og sérhannað innanrými sjá til þess að bíllinn skeri sig úr.

Settu saman þinn eigin V90 Cross Country Volvo Ocean Race

Cross Country Volvo Ocean Race í smáatriðum

Lúxus í bland við notagildi

Sætisáklæði, vatnsheldar mottur og slitsterkt, vatnshelt gólf í farangursrýminu aðstoða við að hlífa innanrýminu fyrir óhreinum búnaði.

Snjallt geymslurými

Vatnsþéttur geymslupoki fylgir til að fötin haldist þurr og til að geyma blautan búnað. Farangursnet halda síðan lausum hlutum á sínum stað og koma í veg fyrir að þeir renni til.

Þrifið á ferðinni

V90 Cross Country Volvo Ocean Race fylgir léttbyggður hreinsibúnaður* til að þrífa útivistarbúnað. *Fáanlegur á tilteknum markaðssvæðum

Stærra farangursrými sem lítur stórvel út

Valfrjálst farangursbox í sama Chrystal White-lit og bíllinn er í boði. Því fylgir Flare Orange-lykill og farangursnet.

Skapaðu þitt eigið útlit

Hannaðu þinn fullkomna Volvo V90. Veldu úr miklu úrvali lita, tækni- og aukabúnaðar sem hannaður er til að hæfa þínum þörfum og stíl fullkomlega.

Settu saman þinn eigin bíl

Skoða aðrar V90 útfærslur

V90 Momentum

Fyrsta flokks stíll og fágun.

V90 Inscription

Lúxus og glæsileiki frá Svíþjóð.

V90 R-Design

Sportlegt útlit og yfirbragð.

V90 Cross Country

Ævintýralegur lúxus.