FÁGAÐUR LÚXUS

Volvo V90 Inscription

Úrvals handverk og fögur smíðaefni. Skandinavísk fágun í öllu sínu veldi.

Fágaður og glæsilegur ferðamáti

V90 Inscription er táknmynd fyrir nútímalegan sænskan lúxus. Ytri hönnunareinkenni eru m.a. auka krómskreytingar, sérstakt framgrill í möttum silfurlit með krómuðum stöngum, einstakar álfelgur og innfellt pústkerfi með samlitu stuðarainnskoti. Nappa-leðuráklæði einkennast af ótrúlegum gæðum og einstöku handverki. Þau skapa afslappað andrúmsloft í farþegarýminu. Háþróuð og aðgengileg tækni heldur þér síðan í sambandi við umheiminn og sér þér fyrir afþreyingu við aksturinn.

Settu saman þinn eigin V90 Inscription

Inscription-útfærslan í smáatriðum

Side rear view of a Volvo V90 parked in front of modern building
Exclusive hjól

Þessir átta-talaðir 21-tommu álfelgur eru með feitletrað hönnun og vörumerki demantur-skera klára.

Krómlistar

Smáatriði Inscription útfærslunnar líkjast skartgripum, eins og einstöku LED-framljósin, sérstakt grill og ljósir listar í kringum hliðargluggana.

Samhverf valhnota

Við notum eingöngu úrvals valhnotu frá Norður-Ameríku sem er einstaklega fínkornuð og röðum henni síðan saman í fullkomlega samhverft mynstur.

Leðuráklæði

Fíngert Nappa-leðuráklæði er á sætum, hurðarflekum og armhvílu. Það er einstaklega fíngert og mjúkt og mun eldast á þokkafullan hátt.

Skapaðu þitt eigið útlit

Hannaðu þinn fullkomna Volvo V90. Veldu úr miklu úrvali lita, tækni- og aukabúnaðar sem hannaður er til að hæfa þínum þörfum og stíl fullkomlega.

Settu saman þinn eigin bíl

Skoða aðrar V90 útfærslur

V90 Momentum

Skandinavískur glæsileiki, úrvalstækni.

V90 R-Design

Endurupplifðu sanna akstursánægju.

V90 Cross Country

Fer lengra með þig.

V90 Cross Country Volvo Ocean Race

Lúxus sem ber þig lengra.