FÁGUN OG GLÆSILEIKI

Volvo V90 Momentum

Kynntu þér fjölhæfan skutbíl sem hefur yfir sér fágað yfirbragð.

V90 MOMENTUM

Fegurðin liggur í fjölhæfninni

Volvo V90 Momentum er áhrifamikil blanda af rennilegri skandinavískri hönnun, fjölhæfni og háþróuðum lúxus. Djarfar 17 tommu álfelgur og svartglansandi grillið renna fullkomlega saman við sjálfsöruggar útlínur V90. Innanrýmið er samansett úr smíðaefnum af úrvalsgæðum og aðgengilegri, nýstárlegri tækni til að auðvelda þér lífið, óháð því hvenær og hvar þú notar bílinn.

Settu saman þinn eigin V90 Momentum

Momentum-útfærslan í smáatriðum

Glæsileg smáatriði

Glæsileg hönnun ytra byrðis V90 einkennist af fallegum smáatriðum eins og LED-framljósum með einkennandi T-lögun.

Tækni til að hafa yndi af

Þú hefur fulla stjórn á bílnum á 9 tommu skjánum á miðjustokknum og 8 tommu akstursskjárinn auðveldar aksturinn til muna.

Finndu gæðin

Iron Ore-málmhlífar renna saman við svartbrúnt leðuráklæðið og Comfort-sætin sem styðja vel við líkamann og skapa í senn friðsælt og frískandi innanrými.

Stílhrein áferð

Einstakar sjö arma Turbine-álfelgur með ljósri silfuráferð gefa V90 Momentum kröftugt og traustvekjandi útlit.

Skapaðu þitt eigið útlit

Hannaðu þinn fullkomna Volvo V90. Veldu úr miklu úrvali lita, tækni- og aukabúnaðar sem hannaður er til að hæfa þínum þörfum og stíl fullkomlega.

Settu saman þinn eigin bíl

Skoða aðrar V90 útfærslur

V90 Inscription

Lúxus og glæsileiki frá Svíþjóð.

V90 R-Design

Sportlegt útlit og yfirbragð.

V90 Cross Country

Ævintýralegur lúxus.