V90 Cross Country ekki lengur í boði á Íslandi. Kynntu þér úrvalið sem er í boði.

Bíllinn sem kemur þér í burtu. Lúxusbíll með innbyggt Google, hannaður fyrir ævintýri.

Hannaður fyrir ævintýri utandyra

Framhluti Volvo V90 Cross Country sem er hannaður fyrir ævintýri utandyra.
Aukabúnaður sem hentar lífinu þínu

Volvo V90 Cross Country með aukabúnað fyrir virkan lífsstíl.
Aukinn stöðugleiki og grip með stórum hjólum

Aukinn stöðugleiki og grip með stórum hjólum á Volvo V90 Cross Country.

Færð á vegum getur verið mismunandi. En með háþróaðri aksturstækni getur þú verið nákvæmlega þar sem þú vilt.

Þú ert við stjórnvölinn

Veður og færð á vegum eru ekki alltaf samstarfsfús. Í V90 Cross Country getur háþróuð tækni og snjöll hönnun hjálpað þér að fá betri stjórn á aðstæðunum.

Hannaður til að heilla

Með fjórhjóladrifi, torfærustillingu, góðri veghæð, Hill Descent Control (brekkuaðstoð) og loftfjöðrun að aftan getur V90 Cross Country hámarkað grip og öryggi svo þú getir notið akstursins áhyggjulaus.

Mild hybrid

Mild hybrid endurheimtir orkuna sem myndast við hemlun og geymir í 48 V rafhlöðu. Þegar sú orka er notuð minnkar bæði eldsneytisnotkun og útblástur úr púströri.

Hvert sem ævintýrin leiða þig. Búðu til og njóttu innanrýmis sem endurspeglar líf þitt.

Ef vegurinn skyldi spyrja spurninga. Þá erum við með snjalleiginleikana sem færa þér svarið.

Innbyggt Google
Lofthreinsitæki
Akstursaðstoðartækni
Upplýsingakerfi fyrir blindsvæði
360° myndavél
Sjónlínuskjár

Hvað viltu vita um V90 Cross Country?

Hvaða forrit og þjónusta frá Google fylgja með V90 Cross Country?

V90 Country Cross fylgir Google Map, Google Assistant og Google Play.

Eru gögnin sem þarf til að nota stafræna þjónustupakkann innifalin?

Já. Öll gögn eru innifalin fyrstu fjögur árin. Þetta á við um leiðsögn og raddaðstoð, sem og niðurhal og notkun á öðrum forritum (t.d. tónlistarstreymi). Eftir þann tíma er hægt að framlengja þjónustuna með áskrift.

Er stafræn þjónusta í áskrift?

Já, fjögurra ára aðgangur að þjónustunni er innifalinn. Að þeim tíma liðnum er hægt að framlengja áskriftina ef þú vilt halda áfram að nota þjónustuna.

Hvenær hefst áskriftin að stafrænu þjónustunni og hvað gildir hún lengi?

Áskriftin gildir í allt að fjögur ár. Ef um nýjan bíl er að ræða hefst áskriftin við afhendingu frá söluaðila. Áskriftin er tengd bílnum og ef hann er seldur færist hún yfir á næsta eiganda/notanda.

Búnaður sem er sýndur er hugsanlega ekki staðalbúnaður eða í boði með öllum útfærslu- eða aflrásavalkostum.

Google, Google Play og Google Maperu vörumerki Google LLC.