Fágun fyrir lifandi manneskjur
Í XC70 finnurðu hið fullkomna jafnvægi á milli lúxus og styrks – vandaður frágangur í smáatriðum í bland við náttúrulegt og harðgert yfirborð.

Sígild, sænsk þægindi
Hvert smáatriði endurspeglar ástríðu okkar fyrir efni með stíl – hvert þeirra er vandlega ígrundað til að hámarka þægindi þín og ánægju.
nýsköpun okkar
Fólk er leiðarljósið í öllu okkar starfi og því miðast nýsköpun okkar við að einfalda og bæta líf þitt. Við erum sérstaklega stolt af árangri okkar við þróun á vistmildari vélum, samskiptatækni og öryggi. Við eigum hugtök yfir hugsun okkar á þessum sviðum: Drive-E, Sensus og IntelliSafe.