Skapaðu þínum bíl sérstöðu

Hafðu bílinn eins og þú vilt

Í boði er gott úrval aukabúnaðar fyrir Volvo XC90. Skoðaðu vinsæla kosti hér á síðunni eða opnaðu hlekkinn hér fyrir neðan og sjáðu yfirlit yfir aukabúnað í boði.

Ytri útlitshönnun

Með tvö úrvals útlitshönnunarsett og mikið úrval af aukahlutum þar sem þú getur sett þitt eigið handbragð á splunkunýja XC90.
Harðgerður lúxus með stigbrettum

Þessi búnaður er með svarta matta og nýtískulega áferð á hliðum og brettum, burstaðar hlífar úr stáli, innbyggt útblástursrör og innbyggð stigbretti með lýsingu. 

22" álfelgur

Hágæða sex arma og demantslaga svartmattar felgur bæta sportlegum blæ við nýja Volvo XC90. Í boði eru fleiri gerðir af álfelgum.

Stigbretti

Stigbretti, innbyggð með lýsingu. Fáguð og nýtískuleg stigbretti auka við íburðarmikið útlit bílsins.

Hlíf á stuðara, aftan

Hlíf úr ryðfríu stáli bætir lúxus við Volvo XC90. Innbyggðu tvöföldu útblástursrörin fylgja með og fullkomna útlit sem miðlar fáguðum krafti. Hlífin á stuðarann er fáanleg í öllum litum yfirbyggingarinnar.

Tækni og hljóð

Betrumbættu stjórnbúnað ökumannsins og úrvals hljóðupplifun í nýja XC90 með aukahlutum fyrir sérstakar þarfir þínar.

Rauði lykillinn

Rauði lykillinn er fullkominn ef þú leyfir ungum og óreyndum ökumanni að keyra bílinn þinn. Hann takmarkar notkun bílsins, til dæmis hvað varðar hámarkshraða og hljóðstyrk. Þú getur auðvitað lagað til stillingar rauða lykilsins eins og þér hentar.

Sensus Navigation

Sensus Navigation býður upp á snjalla og samþætta leiðsögn án þess að þörf sé á að nota of marga hnappa. Upplýsingarnar berast þér í gegnum skjá ökumannsins, framrúðuskjámynd eða á miðjuskjánum. Sensus Navigation tengir þig einnig við öpp og þjónustu tölvuskýja sem geta hjálpað þér að finna bílastæði, eiga í samskiptum við aðra bíla eða hreinlega að finna besta kaffihúsið í bænum.

Pakkað og hlaðið

Þessir snjöllu aukahlutir eru bæði hagnýtir og glæsilegir og þeir tryggja að þú fáir sem mest út úr nýja XC90 bílnum þínum.
Inndraganlegur dráttarkrókur

Þú getur auðveldlega kippt hálfrafknúnum dráttarkróknum úr augsýn með því einu að ýta á hnapp þegar þú þarft ekki á honum að halda.

Öryggisgrind

Vertu viss um að allt sé tryggilega fest. Öryggisgrindin kemur í veg fyrir að farmur kastist fram við árekstur eða snögghemlun.

Hundagrind

Hundagrindin tryggir að hundurinn þinn sé öruggur þar sem hann á að vera, jafnvel þótt afturhlerinn sé opinn til fulls. Með því að nota hlífðargrindina, hleðslupallinn og skiptigrindina er hægt að koma fyrir einni eða tveimur hundagrindum. Auðvelt er að opna og loka hundagrindinni og einnig er hægt að fjarlægja hana úr bílnum þegar hún er ekki í notkun.

Motta í farangursrými sem hægt er að snúa við

Þessi glæsilega motta úr textílefni gerir þér kleift að viðhalda fáguðu útliti farangursgeymslunnar, jafnvel þótt þú flytjir stundum óhreinan farm. Mottunni er hægt að snúa við og er hún vatnsþétt með samlitað textílefni á annarri hliðinni og plast á hinni.

Öryggi

Ekkert er mikilvægara en öryggið fyrir þig og farþega þína. Og eins og þú getur vænst af okkur eru barnastólarnir okkar með þeim öruggustu sem þú finnur.

Ungbarnastóll (allt að 13 kg)

Ungbörn upp að eins árs aldri ferðast örugg í sæti sem snýr aftur. Hliðarbretti veita aukavörn við hliðarárekstur og þú getur auðveldlega stillt bólstraða höfuðpúðann og fimm punkta beltisólina. Það er einnig að finna blæju til að hindra sólarljós. Þennan ungbarnastól er auðvelt að bera og hann er hægt að nota sem burðarrúm.

Snúanlegur barnastóll (9-25 kg)

Háþróaður barnastóll sem hægt er að snúa bæði í aksturstefnu og gagnstætt aksturstefnu sem hentar börnum á aldrinum 9 mánaða til sex ára. Hann er festur með því að nota öryggisbelti bílsins og hann er auðvelt að stilla til að hámarka þægindi og öryggi.

Beltastóll (15-36 kg)

Beltastóll Volvo hjálpar til við að staðsetja barnið í réttri hæð fyrir öryggisbeltið og hann er hannaður til að hámarka vernd við hliðarárekstur. Höfuðpúðinn og breidd hans er auðveldlega stillt til að auka þægindi og hægt er að halla sætisbakinu aftur þegar barnið þitt vill hvíla sig.

Þægilegt áklæði fyrir innbyggðan barnastól

Tryggir barninu þínu örugga og þægilega ferð. Þessi nýja kynslóð af þægilegu áklæði og höfuðpúðum fyrir innbyggðan sætispúðann veitir stuðning og heldur upprunalegu áklæði bílsins hreinu á sama tíma.

hafðu samband

Líst þér vel á þennan?

Hafðu samband við okkur og fáðu tilboð eða svör við spurningum sem leita á þig. Ef þú vilt setja bíl upp í þá er gagnlegt að senda okkur bílnúmer væntanlegs uppítökubíls. Við tökum allar gerðir bíla upp í. Mismuninn getur þú greitt eða við útvegum hagstæða fjármögnun. Skráðu þig líka á póstlista og fáðu fréttirnar fyrst/ur.

Fáðu tilboð

nýsköpun okkar

Fólk er leiðarljósið í öllu okkar starfi og því miðast nýsköpun okkar við að einfalda og bæta líf þitt. Við erum sérstaklega stolt af árangri okkar við þróun á vistmildari vélum, samskiptatækni og öryggi. Við eigum hugtök yfir hugsun okkar á þessum sviðum: Drive-E, Sensus og IntelliSafe.