FYRSTA FLOKKS LÚXUS

Volvo XC90 Excellence

Excellence býður upp á raunverulegan lúxus þar sem rými og fágun XC90 bílsins renna sama við fyrsta flokks íburð.

Þitt eigið fyrsta farrými

XC90 Excellence er fínslípaður hátindur akstursánægjunnar. Útgáfan býður upp á tvö stillanleg sæti sem eru mótuð eftir lögun líkamans og gera hverja ferð að fyrsta flokks upplifun. Sætin eru með hita-, kæli- og nuddstillingum. Götuð og fíngerð leðuráklæði, skrautlistar úr valhnotu og smáatriði eins og leðurklædd handföng eiga sinn þátt í að skapa einstaka stemningu í innanrýminu. Þriggja sæta Excellence Lounge útgáfan býður síðan upp á besta umhverfi sem völ er á til að leggja stund á viðskipti á afslappaðan og þægilegan hátt. T8-tvinnvélin er nánast hljóðlaus í akstri og einstakar 21 tommu álfelgur gefa bílnum fágað yfirbragð.
Settu saman eiginn XC90 Excellence

Excellence útfærslan í smáatriðum

Við stjórn

Í Excellence stýrir þú sætum og stjórnar lofthita í snertiskjánum aftur í.

Einstök þægindi

Aftursætin eru afar íburðarmikil og er hægt að renna þeim mjúklega fram og aftur og halla sætisbökunum. Þar að auki eru þau búin nudd- og loftræstingarstillingum og rafstýrðum sessum.

Þitt eigið rými

Slakaðu á og njóttu góðra drykkja úr kæliskáp með tveimur kristalsglösum frá Orrefors og upplýstum glasahöldurum.

Óviðjafnanlegt umhverfi

Þriggja sæta útfærslan af Excellence Lounge gerir farþegum kleift að njóta góðs af íburðarmiklu og umfram allt sveigjanlegu innanrými. Einstakt rými við störf og leik.

Skapaðu þinn eigin stíl

Hannaðu þinn fullkomna Volvo XC90. Veldu úr miklu úrvali lita, tækni- og aukabúnaðar allt eftir þörfum og stíl.

Settu saman þinn eigin bíl

Skoða aðrar XC90 útfærslur

XC90 Excellence

Óviðjafnanlegi lúxusjeppinn.

XC90 Momentum

Upplifðu fyrsta flokks lúxusjeppa.

XC90 Inscription

Fágaður og nýtískulegur munaður frá Svíþjóð.

XC90 R-Design

Innblásinn af sannri akstursánægju.