FÁGAÐUR LÚXUS

Volvo XC90 Inscription

Úrvals handverk og fögur smíðaefni. Hér er um að ræða fágaðan og margbrotinn skandinavískan stíl.

Það besta sem sænskur lúxus hefur upp á að bjóða

The XC90 Inscription er táknmynd fyrir nútímalegan sænskan lúxus. Ytri hönnunareinkenni eru m.a. auka krómskreytingar, sérstakt framgrill í möttum silfurlit, einstakar álfelgur og innfellt pústkerfi með samlitu stuðarainnskoti. Nappa-leðuráklæði einkennast af ótrúlegum gæðum og einstöku handverki. Þau skapa friðsælt og afslappað andrúmsloft í farþegarýminu. Háþróuð og aðgengileg tækni heldur þér síðan í sambandi við umheiminn og sér þér fyrir afþreyingu við aksturinn.

Settu saman þinn eigin XC90 Inscription

Inscription útfærslan í smáatriðum

Felgur sem skera sig úr

Inscription útlitið felur í sér einstakar álfelgur með okkar einkennandi demantskuraðarútliti

Krómlistar

Neðri grillin og hliðarrúðurnar á ytra byrði Inscription eru skreyttar með krómlistum og áletrunin „Inscription“ er greypt í krómlistana neðst á hurðunum.

Samhverf valhnota

Við notum eingöngu úrvals valhnotu frá Norður-Ameríku sem er einstaklega fínkornuð og röðum henni síðan saman á fullkomlega samhverfan hátt.

Íburðarmikið leður

Nappa-leðuráklæði eru á sætum, hurðarflekum og armhvílu. Áklæðið er einstaklega fíngert og mjúkt með íburðarmikilli áferð.

Skapaðu þinn eigin stíl

Hannaðu þinn fullkomna Volvo XC90. Veldu úr miklu úrvali lita, tækni- og aukabúnaðar allt eftir þörfum og stíl.

Settu saman þinn eigin bíl

Skoða aðrar XC90 útfærslur

XC90 Inscription

Fágaður og nýtískulegur munaður frá Svíþjóð.

XC90 Momentum

Upplifðu fyrsta flokks lúxusjeppa.

XC90 R-Design

Innblásinn af sannri akstursánægju.

XC90 Excellence

Óviðjafnanlegi lúxusjeppinn.