Fágaður styrkur

Volvo XC90 Momentum

Úrvalshönnun, háþróuð tækni og fjöldinn allur af staðalbúnaði skapar jeppa með fáguðu yfirbragði.

XC90 MOMENTUM

Lyftu þér upp

Láttu hágæðabúnað, góða yfirsýn við akstur og fagurlega smíðað innanrými XC90 Momentum lyfta þér upp. Farþegarýmið er stílhreinn og nútímalegur skandinavískur griðastaður þar sem nostrað hefur verið við hvert smáatriði. Hér er að finna aðgengilega tækni sem heldur þér í sambandi við umheiminn og sér þér fyrir afþreyingu við aksturinn. Ytra byrðið fær senn fágað og voldugt yfirbragð með 19 tommu álfelgum, LED-framljósum og innfelldu pústkerfi.

Settu saman þinn eiginn XC90 Momentum

Momentum útfærslan í smáatriðum

Sterklegt yfirbragð

T-laga LED-framljós gefa XC90 Momentum voldugt yfirbragð og veita frábæra yfirsýn í myrkri.

Fegurðin endurspeglast í smáatriðunum

Benda má sérstaklega á stílhrein smáatriði eins og innfellingu í framgrilli, þakboga með silkiáferð og sérhannaðar 18 tommu álfelgur.

Vandaður griðastaður

Innanrými XC90 Momentum er griðastaður sem einkennist af stílhreinni skandinavískri hönnun, öflugu hljóðkerfi og hágæða smíðaefni.

Aðgengileg tækni

Dæmi um háþróaða og aðgengilega tækni í XC90 Momentum er meðal annars hraðvirkur snertiskjár í miðstokknum og vandaður stafrænn akstursskjár.

Skapaðu þinn eigin stíl

Hannaðu þinn fullkomna Volvo XC90. Veldu úr miklu úrvali lita, tækni- og aukabúnaðar sem hannaður er til að hæfa þínum þörfum og stíl fullkomlega.

Settu saman þinn eigin bíl

Skoða aðrar XC90 útfærslur

XC90 Momentum

Upplifðu fyrsta flokks lúxusjeppa

XC90 Inscription

Fágaður nýtískulegur munaður frá Svíþjóð.

XC90 R-Design

Innblásinn af sannri akstursánægju.

XC90 Excellence

Óviðjafnanlegi lúxusjeppinn.