19. OKT. 2021

Hugbúnaður framleiddur innanhúss: Range Assistant, nýtt drægniaðstoðarforrit fyrir rafbíla

Brátt sendum við frá okkur nýja þráðlausa hugbúnaðaruppfærslu fyrir rafbílana okkar. Hugbúnaðarpakkinn kemur einnig til með að innihalda nýtt bílaforrit sem þróað var innanhúss hjá okkur: Range Assistant.

Range Assistant getur aðstoðað ökumanninn við aksturinn með það að augum að auka drægni. (Athugið: notandaviðmót kann að breytast í síðari útgáfum.)

Þráðlausar uppfærslur láta ekki mikið yfir sér en með þeim opnast nýjar víddir í vöruþróun. Einu sinni vorum við bundin við að uppfæra bílana okkar á tilteknum tímasetningum. Oft var þetta takmarkað við tvö skipti á ári: einu sinni á vorin og einu sinni á haustin. En nú gera sítenging og þráðlausar uppfærslur okkur kleift að vinna að stöðugum endurbótum og uppfærslum fyrir bílana okkar.

Með næstu þráðlausu uppfærslu fylgir nýr eiginleiki: bílaforritið Range Assistant. Í næstu þráðlausu uppfærslu verður boðið upp á forritið í betaútgáfu og endurbótum verður bætt við með stöðugum hætti.

Range Assistant er hannað fyrir rafbíla og veitir ökumönnum tvenns konar aðstoð: Það veitir innsýn inn í hvaða þættir hafa áhrif á drægni og að hve miklu leyti; og það veitir endurgjöf sem getur gagnast við að auka drægni Volvo-bílsins.

Range Assistant var þróað innanhúss hjá okkur, af þverfaglegu teymi notendaviðmótshönnuða, sérfræðinga okkar í orkusparnaði úr SVA-teyminu (e. Safe Vehicle Automation), hönnuða afþreyingarhugbúnaðar og loftslagssérfræðinga. Sparakstur rafbíla krefst annarrar nálgunar en sparakstur bíla með bensín- eða dísilvél og forritinu Range Assistant er ætlað að auðvelda þá yfirfærslu. Þetta var ein af grunnforsendunum þegar hafist var handa við hönnun forritsins.

„Hraði hefur gríðarleg áhrif á drægi rafbíls,“ segir Anna Arasa Gspar, notendaviðmótshönnuður í hönnunardeildinni okkar. „Af þeim sökum sáum við fram á þörf á forriti sem gæti veitt ökumanni upplýsingar um hvert drægnin væri hverju sinni, hversu breytilegt hún væri og hversu mikil áhrif breytt aksturslag gæti haft. Við tókum meðvitaða ákvörðun um að taka eingöngu með þá þætti sem hafa mest áhrif á drægni og sem notandinn gæti haft áhrif á. Veðrið skiptir einnig miklu máli og kuldi hefur áhrif á rafhlöðuna. Fólk getur þó ekki haft áhrif á veðrið, en það getur stjórnað miðstöðinni.“

Svo dæmi sé tekið gerir Range Assistant-forritið ökumönnun kleift að draga niður í miðstöðinni með drægnifínstillingu. Minni orkunotkun sem þessi hefur mikil áhrif til aukningar á drægni.Forritið sýnir einnig hvernig hraði hverju sinni og notkun ökumanns á inngjöfinni hefur áhrif á drægnina. Ökumenn geta beitt inngjöfinni á annan hátt og stillt af hraðann og fylgst með hvaða áhrif það hefur á drægnina.

„Við þróuðum búnað og forrit hraðar með því að gera það innanhúss.“

Annar spennandi þáttur tengdur Range Assistant er að það var hannað innanhúss. Þetta er hluti af metnaðarfullur markmiði okkar um að þróa 50 prósent alls hugbúnaðar í bílana okkar innanhúss. „Þetta er mikil breyting frá fyrri tíð,“ segir Fredrik Hulth, vörustjóri upplýsinga- og afþreyingakerfisins í Connected Experience:

„Þetta er töluverð tilfærsla. Í eldra kerfinu sá birgir um alla vinnuna fyrir okkur. Við sáum um að skilgreina það sem okkur vantaði og keyptum það svo. Okkar fólk sá aðallega um að halda utan um aðgerðir og kerfi og sjá um prófanir. Nú erum við aðallega í hugbúnaðarþróun. Á sex til átta vikna fresti gefum við út nýja uppfærslu og sendum hana út til allra bíla sem við höfum framleitt. Þannig geta eigendur eldri bíla einnig notið ávinningsins af uppfærslunum.“

Við þróum búnað og forrit mun hraða með því að gera það innanhúss í stað þess að nota birgja. Meðganga Range Assistant tók um sex mánuði, allt frá fyrstu hugmynd til innleiðingar.

„Það er mjög spennandi að geta haft áhrif og sjá merki þess strax,“ segir Fredrik.

„Prófun er það sem skiptir máli,“ bætir Fredrik við, „enda er eitt mottóum okkar og „mistakast hratt“. Við getum prófað hugmyndir án tafar og og ef hún virkar ekki gerum við viðeigandi breytingar. Að sjálfsögðu erum við búin að setja saman heildstæða áætlun en ef eitthvað virkar ekki eins og það á að gera erum við fljót að breyta henni. Við höfum mun meira frelsi til athafna. Auk þess sem við getum sent út nýja eiginleika og fengið tafarlausa endurgjöf frá fólkinu sem notar þá.“

Anna er jafnánægð með áhersluna á hugbúnaðarþróun innanhúss og þráðlausar uppfærslur. „Þetta veitir okkur tækifæri til að þróa hlutina og fá endurgjöf beint frá notendum,“ segir hún, og bætir við að þannig sé einnig auðveldara að takast á við sumar þeirra áskoranna sem fylgdu fyrstu innleiðingu upplýsinga- og afþreyingakerfis okkar sem keyrt er á Android.

„Við höfðum sett okkur markmið um hvernig bíllinn ætti að vera en Android-verkefnið var unnið frá grunni og það var ekki alveg hundrað prósent tilbúið þegar sendum fyrstu útgáfu úr húsi. Þráðlausu uppfærslurnar gerðu okkur hins vegar kleift að bjóða upp á nýja eiginleika sem ekki gafst tími til að hafa með í fyrstu útgáfunni fljótt og örugglega.“

Fredrik sér annan kost við þetta nýja verklag. „Mér finnst vinnustaðurinn miklu skemmtilegri núna,“ segir hann hlæjandi. „Mér finnst mjög spennandi að geta unnið stöðugt að þróun varanna okkar fyrir nýja jafnt sem eldri viðskiptavini.“

Hann bætir við að hann sé ekki einn um þá skoðun. „Við höfum ráðið til okkar mikið af nýju fólki undanfarin ár. Áður fyrr höfðu forritarar ekki mjög áhugasamir um að vinna hjá Volvo. Þetta er breytt í dag því hér geta þeir svo sannarlega nýtt færni sína.“

Afrita tengil
Deila