7. OKT. 2021

C40 Recharge er kominn á götuna

Hér er á ferð fallegur rafbíll sem ekkert leður er notað í ... og það sem meira er ... fyrsti bíllinn í sölu rennur tilbúinn af framleiðslulínunni í dag.

Stefnan er að verksmiðjan í Gent auki framleiðslu sína næsta árið og muni í framtíðinni framleiða 135.000 bíla á ári.

Frá og með deginum í dag fer nýr C40 Recharge að hafa áhrif þar sem við byrjum að taka við pöntunum og hefjum framleiðslu á annarri gerðinni sem er eingöngu framleidd sem rafbíll. Þetta átti sér stað í verksmiðju okkar í Gent, sem er ein stærsta verksmiðjan okkar og í fararbroddi í sókn okkar að rafvæddri framtíð. Samstarfsfólk okkar þar framleiðir einnig fyrsta bílinn okkar sem eingöngu er í boði sem rafbíll, XC40 Recharge.Þess utan er nú lögð áhersla á auka rafbílaframleiðslugetu verksmiðjunnar í Gent. Þetta þýðir að innan árs á verksmiðjan að geta framleitt 135.000 Volvo-rafbíla á ári, sem er rúmlega helmingur framleiðslugetu verksmiðjunnar í dag.„C40 Recharge er táknmynd framtíðar okkar,“ segir Javier Varela, stjórnandi þróunar- og framleiðslusviðs okkar. „Framleiðsla okkar og náið samstarf við birgja eru lykillinn að því að við náum markmiðum í tengslum við rafvæðingu og kolefnishlutleysi. Verksmiðjan okkar í Gent er reiðubúin til að takast á við rafvædda framtíð og mun gegna mikilvægu hlutverki í starfsemi okkar á heimsvísu um ókomin ár.“

„C40 Recharge er sá nýjasti í röð rafbíla sem við munum setja á markað á næstu árum.“

Sérstaktur gestur kom einnig við í verksmiðju okkar í Gent í tilefni dagsins. Forsætisráðherra Belgíu, Alexander De Croo, tók þátt í hátíðahöldunum og ók fyrsta C40 Recharge-bílnum af framleiðslulínunni undir vökulu auga stórs hóps innlends fjölmiðlafólks.

„Rafbílar eru framtíðin,“ sagði De Croo. „Framleiðsla þessarar nýjug gerðar og samsetning rafhlaða í Volvo Car Ghent mun koma loftslaginu til góða og sýna að Belgía er í fararbroddi í þróun nýrra tæknilausna. Þetta eru einnig góðar fréttir fyrir vinnumarkaðinn. Nýrri gerð fylgir fjöldinn allur af störfum. Þetta sýnir að því fylgir mikill ávinningur að breyta yfir í grænt og sjálfbært samfélag. “

C40 Recharge er sá nýjasti í röð rafbíla sem við munum setja á markað á næstu árum. Frá og með 2030 er það ætlun okkar að selja eingöngu rafbíla. Þetta er ein metnaðarfyllsta rafvæðingaráætlun sem fyrirfinnst í bílaiðnaðinum. Við stefnum einnig á að hafa náð kolefnishlutleysi fyrir árið 2040.

Afrita tengil
Deila