CarPlay

Njóttu eiginleika iPhone-tækisins frá ökumannssætinu.

VIRKNI CARPLAY

Örugg leið til að spila með símann þinn

Þú getur notið valda virkni án þess að taka upp símann þinn með því að nota innbyggðan snertiskjá Volvo-bílsins þíns.

Rödd

Notaðu Siri – raddstjórnunarhugbúnað Apple – til að gera allt fyrir þig. Ýttu bara á stjórnarhnapp raddar og fáðu þá hjálp sem þú þarft.

Snerta

Með einum hnappi getur þú fengið aðgang að tengiliðum, tónlist, kortum og öðrum studdum öppum með því að nota innbyggðan snertiskjá Volvo-bílsins þíns.

Stjórnbúnaður í bílnum

Þú getur auðveldlega snert CarPlay án þess að taka augun af veginum með því að nota hnappana sem eru haganlega staðsettir á stýrinu og mælaborðinu.

ÖPP FRÁ APPLE

Aukin lífsgæði á ferðalaginu

Notaðu CarPlay til að fá aðgang að vinsælum iPhone-öppum Apple. Hringdu, sendu og taktu á móti skilaboðum, fáðu leiðarlýsingu og hlustaðu á tónlist – allt þetta úr ökumannssætinu.

Skilaboð

Notaðu Siri eða snertiskjáinn til að senda og svara textaskilaboðum. Það er örugg leið til að halda sambandi við umheiminn.

Sími

Að spjalla á ferðalaginu þarf ekki að vera truflandi. Notaðu Siri til að hringja, taka á móti hringingum eða hlusta á talhólfið þitt.

Kort

Kort frá Apple og leiðarlýsingar sem auðvelt er að fara eftir, einmitt þegar þú þarft á þeim að halda – rétt fyrir framan þig á skörpum skjá Volvo-bílsins.

Tónlist

Tónlist gerir ferðalagið alltaf ánægjulegra. Hlustaðu á lagalista, hlaðvörp og iTunes Radio með því að nota Siri eða innbyggð stjórntæki bílsins.

Studd öpp

Öpp fyrir skemmtilegan akstur

CarPlay styður fjölbreytt úrval appa í iPhone-símanum þínum og sífellt bætast fleiri við. Hér eru nokkur eftirlætis öppin okkar:

Spotify

Streymdu nánast hvaða tónlist sem er, búðu til og deildu lagalistum og byggðu stærsta og besta tónlistarsafn sem til er.

Beats Music

Streymiþjónustan sem sameinar bestu tónlistarsérfræðingana og úrvals tækni til að færa þér réttu tónlistina á réttum tíma.

iHeartRadio

Hlustaðu á þúsundir útvarpsstöðva í beinni útsendingu og búðu til sérsniðna útvarpsstöð sem byggð er á þínum eftirlætis listamanni eða lagi.

Stitcher

Búðu til spilunarlista af eftirlætis fréttum, íþróttum, gamanþáttum og hlaðvörpum sem hæfa þínu skapi.

nýsköpun okkar

Fólk er leiðarljósið í öllu okkar starfi og því miðast nýsköpun okkar við að einfalda og bæta líf þitt. Við erum sérstaklega stolt af árangri okkar við þróun á vistmildari vélum, samskiptatækni og öryggi. Við eigum hugtök yfir hugsun okkar á þessum sviðum: Drive-E, Sensus og IntelliSafe.