Volvo On Call

Stjórnaðu bílnum með einum hnappi.

Hjálpin sem þú þarft – núna strax!

Hvort sem dekkið er sprungið, bíllinn er bilaður eða þú hefur orðið fyrir slysi getum við sent til þín aðstoð hvert sem er.

Vegaðstoð

Ýttu á hnappinn Volvo On Call eða notaðu snjallsímaappið til að tala við stjórnanda sem getur sent aðstoð á GPS-staðsetninguna þína. Ekki í boði á Íslandi eins og er.

Hjálp í neyðartilvikum

Ýttu á SOS-hnappinn, sem staðsettur er í stjórnborðinu fyrir ofan höfðalagið, í öllum neyðartilvikum og til að fá hjálp þegar í stað.

Sjálfvirk viðvörun um árekstur

Þegar kerfið greinir árekstur lætur Volvo-bíllinn þinn þjálfaðan stjórnanda hafa samband við ökutækið og senda neyðarþjónustu á staðinn.

Þjófavörn

Volvo On Call er varað við ef einhver fer í leyfisleysi inn í bílinn þinn. Við notum GPS-tæki bílsins til að finna hann eða kyrrsetja bílinn ef honum er stolið.

Keyrðu afslappaður af vettvangi

Appið Volvo On Call gerir þér kleift að fjarstýra hitastiginu í bílnum með því að nota snjallsímann þinn. Þetta er lítið og hversdagslegt smáatriði í lífinu með Volvo.

Bílahitari

Notaðu appið til að forhita vélina eða hita upp farþegarýmið á dísilknúna Volvo-bílnum þínum án þess að nota vélina (krefst bílahitara sem komið er fyrir af verksmiðjunni, ekki fáanlegt í XC90 á Íslandi).

Fjarstýrð ræsing vélar

Ræstu bílinn þinn allt að 15 mínútum áður en þú ferð af stað og fjarstýrðu hitakerfi Volvo-bílsins þíns (fáanlegt fyrir valdar 2015 tegundir af Volvo-bílum.)

Tengiltvinnvél

Fáðu viðbótarvirkni fyrir tengiltvinnbíla. Stilltu tímamæli til að kæla eða hita bílinn þinn, skoða stöðu rafgeymis, forstilla hleðslustaði og margt fleira.

Umsjónarþjónusta

Stundum þurfum við öll svolitla hjálp. Eins og finna veitingastað á leiðinni eða panta hótel eða flug á síðustu mínútu. Með umsjónarþjónustunni okkar getur þú ýtt á On Call-hnappinn til að tala við einn af umsjónaraðilum okkar hvenær sem er. Þessi þjónusta er aðeins fáanleg í Kína eins og er.

Samhæfing

Til að geta notað appið Volvo On Call verður bíllinn þinn að vera útbúinn Volvo On Call úr verksmiðjunni og árgerðin verður að vera 2012 eða yngri. Mismunandi aðgerðir geta verið tiltækar, allt eftir því hvaða árgerð Volvo-bíllinn þinn er.

nýsköpun okkar

Fólk er leiðarljósið í öllu okkar starfi og því miðast nýsköpun okkar við að einfalda og bæta líf þitt. Við erum sérstaklega stolt af árangri okkar við þróun á vistmildari vélum, samskiptatækni og öryggi. Við eigum hugtök yfir hugsun okkar á þessum sviðum: Drive-E, Sensus og IntelliSafe.