Volvo On Call

Stjórnaðu bílnum með einum hnappi.

Hjálpin sem þú þarft – núna strax!

Hvort sem dekkið er sprungið, bíllinn er bilaður eða þú hefur orðið fyrir slysi getum við sent til þín aðstoð hvert sem er.

Keyrðu afslappaður af vettvangi

Appið Volvo On Call gerir þér kleift að fjarstýra hitastiginu í bílnum með því að nota snjallsímann þinn. Þetta er lítið og hversdagslegt smáatriði í lífinu með Volvo.

Umsjónarþjónusta

Stundum þurfum við öll svolitla hjálp. Eins og finna veitingastað á leiðinni eða panta hótel eða flug á síðustu mínútu. Með umsjónarþjónustunni okkar getur þú ýtt á On Call-hnappinn til að tala við einn af umsjónaraðilum okkar hvenær sem er. Þessi þjónusta er aðeins fáanleg í Kína eins og er.

Samhæfing

Til að geta notað appið Volvo On Call verður bíllinn þinn að vera útbúinn Volvo On Call úr verksmiðjunni og árgerðin verður að vera 2012 eða yngri. Mismunandi aðgerðir geta verið tiltækar, allt eftir því hvaða árgerð Volvo-bíllinn þinn er.

nýsköpun okkar

Fólk er leiðarljósið í öllu okkar starfi og því miðast nýsköpun okkar við að einfalda og bæta líf þitt. Við erum sérstaklega stolt af árangri okkar við þróun á vistmildari vélum, samskiptatækni og öryggi. Við eigum hugtök yfir hugsun okkar á þessum sviðum: Drive-E, Sensus og IntelliSafe.