ábyrgð volvo bíla

hver er réttur þinn?

Við kaup á nýjum bíl er mikilvægt að ganga úr skugga um að ábyrgðarmálin séu í góðum höndum. Volvo á Íslandi | Brimborg tryggir gagnsætt ábyrgðarferli og býður framlengda verksmiðjuábyrgð í allt að 5 ár. Við erum alltaf til staðar.

Viðbrögð við galla í bíl

Volvo á Íslandi | Brimborg leggur mikla áherslu á stuðning við viðskiptavini komi upp galli í bíl sem fellur undir ábyrgð. Mikilvægt er að hafa strax samband við þjónustuborð Brimborgar svo hægt sé að staðfesta bilun og gera viðeigandi ráðstafanir.