V40 Cross Country on road

Ábyrgð Volvo jeppa og fólksbíla

Hver er réttur þinn?

Volvo á Íslandi | Brimborg tryggir gagnsætt ábyrgðarferli og býður 5 ára verksmiðjuábyrgð. 5 ára Volvo ábyrgð tók gildi 15.3.2020 en fyrir þann tíma var ábyrgð Volvo bifreiða 2 ár skv. skilmálum.

Viðbrögð við galla í bíl

Volvo á Íslandi | Brimborg leggur mikla áherslu á stuðning við viðskiptavini komi upp galli í bíl sem fellur undir ábyrgð. Mikilvægt er að hafa strax samband við þjónustuborð Brimborgar svo hægt sé að staðfesta bilun og gera viðeigandi ráðstafanir.

Réttur kaupenda

Ítarlegar upplýsingar um ábyrgðar- og þjónustu-skilmála fylgja í eiganda- og þjónusthandbók bílsins. Íslensk neytendalög kveða á um að einstaklingur sem kaupir bíl hefur rétt til að bera fram kvörtun um galla í allt að tvö ár frá afhendingu hans. Lögaðilar (fyrirtæki) sem kaupa bíl mega sig frá lögbundinni ábyrgð ef þeir kjósa svo. Annars gilda sömu lög um þá og einstaklinga.

Ábyrgð: 5 ár á bíl og 8 ár á drifrafhlöðu

Nú býður Volvo á Íslandi | Brimborg kaupanda 3ja ára framlengda verksmiðjuábyrgð gegn sérstökum skilmálum á bílnum eða alls 5 ár og sérstaka 8 ára drifrafhlöðuábyrgð. Ábyrgðinni er viðhaldið samkvæmt ferli framleiðanda eins og lýst er í eiganda- og þjónustuhandbók bílsins. Þú þarft að mæta árlega eða á 30.000 km fresti í þjónustuskoðun hvort sem á undan kemur tími eða km. Kaupandi ber kostnað af reglulegu þjónustueftirliti.

Ábyrgð bíla fluttir inn beint

Volvo bílar sem fluttir eru inn beint t.d. búslóðarbílar og bílar keyptir af öðrum en Brimborg eru ekki undir lögbundinni ábyrgð frá Brimborg en fá auðvitað fulla þjónustu hjá okkur. Komi bilun upp í þannig bíl sem eigandi getur sýnt fram á að sé vegna galla þá könnum við hvort kostnaður fáist bættur að einhverju leiti hjá framleiðanda. Mismuninn greiðir eigandi bílsins sem getur þá sótt þann kostnað til innflytjanda bílsins.