V40 Cross Country on road

Hraðþjónusta Volvo

Ertu stopp eftir óvænta bilun?

Við komum þér aftur af stað með hraðþjónustu Volvo.

Hröð þjónusta

Volvo hraðþjónusta er mikilvæg þjónusta ef bíllinn þinn bilar óvænt og aðstæður gera það að verkum að ekki er hægt að bíða eftir næsta lausa tíma á verkstæði. Við höfum leiðir til að koma þér af stað aftur.

Hvað er hraðþjónusta Volvo?

Hraðþjónusta Volvo er þjónusta sem við bjóðum þegar bíllinn þinn er ekki aksturshæfur eftir óvænta bilun og því ekki hægt að bíða eftir næsta lausa tíma á verkstæði. 

Óskaðu eftir flýtiviðgerð

Hafðu strax samband við okkur og við munum sjá hvort hraðþjónusta Volvo getur tekið bílinn þinn í flýtiviðgerð. Ef nokkur kostur er munum við reyna að lagfæra bilunina samdægurs. Hafðu samband símleiðis eða sendu okkur fyrirspurn.

Aðrir kostir í stöðunni

Ef í ljós kemur að bílun er alvarlegri en svo að hægt sé að lagfæra bílinn samdægurs þá höfum við annan kost fyrir þig til að koma þér af stað aftur. Við bjóðum úrval bílaleigubíla í samstarfi við Thrifty bílaleigu. Eigendur Volvo bíla fá sérkjör hjá okkur á bílaleigubíl undir þessum kringumstæðum.