Vintage Volvo Logo

VIÐ HORFUM TIL FORTÍÐAR TIL AÐ SJÁ FRAMTÍÐINA

Við erum enn að smíða sögulega arfleifð okkar.

Við byrjuðum að framleiða bíla árið 1927 því við trúðum því að engir væru að framleiða bíla sem væru nógu sterkir eða nógu öruggir fyrir sænska vegi. Síðan þá höfum við kynnt til sögunnar tugi uppfinninga sem margar hafa breytt heiminum. Og það er þessi skuldbinding sem hvetur okkur áfram að næstu frábæru hugmynd fyrir Volvo Cars.

Volvo vintage car

Nánar um bílana okkar

Fyrsti bíll Volvo Cars var af gerðinni ÖV4 – hann var kallaður Jakob – og allar götur síðan höfum við notað hágæða efni til að smíða bíla sem eru í miklum metum, ekki aðeins vegna endingar þeirra heldur líka fyrir framúrskarandi gæði. 

MEIRI FRÓÐLEIKUR FYRIR ÞIG

Nýjungar svo áratugum skiptir

Sumar nýjungar okkar hafa hreinlega breytt heiminum. Síðan Nils Bohlin kynnti þriggja punkta öryggisbeltið árið 1959 er áætlað að ein milljón mannslífa hafi bjargast vegna þess. Og „Lambda Sond“, sem dró úr skaðlegri koltvísýringslosun um 90%, er nú að finna í nánast hvaða bíl sem er í heiminum.LESTU MEIRA UM NÝJUNGAR

Nils Bohlin Volvo seatbelt
Vintage photo of Volvo founders

Manneskjan í fyrsta sæti

Allt sem við gerum byrjar með manneskjunni sjálfri og við erum mjög stolt af þeim frábæru einstaklingum sem gerðu Volvo Cars að því sem það er, allt frá stofnendunum Assar Gabrielsson og Gustaf Larson árið 1927 til hönnuðarins Pelle Petterson sem hannaði hinn þekkta P1800.

Byggður fyrir akstursíþróttir

Þegar áhugamenn um bíla uppgötvuðu hversu sterkir Volvo-bílarnir eru var byrjað að nota þá í rallakstri og árið 1965 sigraði PV544 hið erfiða Safari Rally. Sama ár fylgdi 122S Amazon eftir þeim sigri og sigraði í Acropolis-rallinu. Og árið 1994 gekk Volvo Cars fram af akstursíþróttaheiminum með því að verða fyrsta framleiðandaliðið sem tók þátt í keppni með 850 sem keppnisbíl.

Volvo motorsports
Volvo in movies

Volvo í kvikmyndum

Volvo bílar hafa sést í fjölda kvikmynda til að mynda The Family Stone, Bee Season og Boiler Room. Og auðvitað megum við ekki gleyma hinum stórkostlega og hvíta P1800 í The Saint, þekktum breskum sjónvarpsþætti.