1957

HJÓLHÝSI/TENGIVAGN

„Ferðastu í þínu eigin hóteli“ var aðalyfirskriftin á bæklingi fyrir hjólhýsi frá árinu 1957. Á sjötta áratugnum þótti nýstárleg hugmynd að njóta ferðalaga á bíl, en þessi hugmynd varð vinsælli þegar nýtt fyrirbæri fór að njóta vaxandi vinsælda – hið árlega sumarfrí. Að auki var hægt að breyta innanrými bílsins í rúm fyrir tvo og bíllinn seldi sig því nánast sjálfur. Það er löng hefð hjá Volvo Cars að bjóða bíla sem sameina sveigjanleika og fjölhæfni. Í dag getum við t.d. boðið upp á ferðaborð sem fylgihlut fyrir Volvo V70, XC70 og XC90. Strax árið 1957 sýndum við umhyggju gagnvart fjölskyldulífi.

Og við stigum skrefi lengra í sveigjanleika þegar við gerðum það mögulegt að breyta hjólhýsi í venjulegan tengivagn. Verðmiðinn var 2.700 sænskar krónur árið 1957.

Tæknilegar upplýsingar

Tegund: HJÓLHÝSI / TENGIVAGN
Framleidd: 1957-1957
Magn: 53
Yfirbygging: Samanbrjótanleg. Tvöfaldur krossviður í veggjum og þaki og neðri hlutinn var úr áli eða PVC-húðuðum vefnaði. Botninn úr málmplötum.
Vél
Gírkassi
Hemlar: Nei
Stærðir: Full hæð: 180 cm, tilbúinn til aksturs – Hæð: 103 cm. Breidd: 180 cm. Heildarlengd með dráttarkrók: 310 cm. Heildarlengd yfirbyggingar: 225 cm. Þyngd 320 kg.
Ýmislegt: AB Volvo hefur verið eigandi Linells Vagn AB frá árinu 1974 og er í dag þekkt sem VAH, Volvo Articulated Haulers AB.