1958 - 1965

PV544

Í ágúst 1958 var kynnt nútímaútgáfa af PV444, PV544. Breytingarnar voru þær umfangsmestu síðan PV444 var kynntur til sögunnar árið 1944. Yfirbyggingin fékk stærri ávala framrúðu ásamt stærri afturrúðu til að bæta útsýnið. Í innréttingunni var að finna nýtt mælaborð með bólstruðum efri hluta til að bæta öryggi. Hraðamælirinn minnti helst á hitamæli því að rauð rönd sýndi hraðann. Aftursætið var endurhannað til að auka þægindi og auka rými fyrir viðbótarfarþega miðað við forvera hans, PV444.

Hvað tækni varðar var þessi tegund einnig uppfærð. Aðeins var hægt að velja um eina vélartegund í Volvo PV444 (að Bandaríkjunum undanskildum). Þegar PV544 kom til sögunnar var hægt að velja um tvær vélar. Fjögurra gíra beinskiptur gírkassi varð fáanlegur í fyrsta sinn.

Undir yfirborðinu tók PV544 stöðugum framförum. Stærsta breytingin átti sér stað árið 1961 þegar hinni frægu B18-vél var komið fyrir undir vélarhlífinni og á sama tíma fékk rafkerfið 12V straum.

Tæknilegar upplýsingar

Tegund: PV 544
Sérstök útfærsla: Special I, II og Sport (aðallega nefndir) PV 544 A PV 544 B PV 544 C PV 544 D PV 544 E PV 544 F PV 544 G
Framleiddur: 1958-1965
Magn: 243.990
Yfirbygging: Tveggja dyra stallbakur
Vél: Fjögurra strokka línuvél, toppventlar; 1.583 rúmsentimetrar; 79,37x80 mm; 60 hestöfl við 4.500 snúninga á mínútu eða 85 hestöfl við 3.500 snúninga á mínútu. 1961: 1.778 rúmsentimetrar, 75 hestöfl við 4.500 snúninga á mínútu eða 90 hestöfl við 5.000 snúninga á mínútu. Síðar aukið í 95 hestöfl.
Gírkassi: Þriggja eða fjögurra gíra beinskipting, gírstöng fest í gólf.
Hemlar: Vökvaknúnar skálar á öllum hjólum.
Stærðir
Ýmislegt: Volvo PV544 var einn farsælasti rallakstursbíll í lok sjötta áratugar og í byrjun sjöunda áratugar síðustu aldar.