1960 - 1969

P 210 DUETT

P210 var framhald af PV445-bílnum. Yfirbragði bílsins var breytt haustið 1960 þegar bíllinn fékk sömu ávölu framrúðuna og nýtt mælaborð sem hafði verið notað í PV544 frá ágúst 1958.

Framleiðslu á undirvögnum fyrir sérstakar útgáfur var hætt á þessum tíma. Í áranna rás hafði áhugi fólks á að smíða sérútgáfur minnkað og kostnaðurinn hafði einnig rokið upp úr öllu valdi. En P210 var enn fáanlegur sem sendibíll eða sveigjanlegur skutbíll.

Veturinn 1962 var gerð meiriháttar breyting á P210. Þessi tegund var búin B18-vél sem gaf af sér 75 hestöfl. Umskiptin yfir í 12 volta rafkerfi voru annar mikilvægur hluti.

P210 Duett var bíll sem seldist aðallega á norrænum markaði. Síðasti bíllinn í þessari seríu var smíðaður í febrúar 1969.

Tæknilegar upplýsingar

Tegund: P 210 Duett
Sérstök útfærsla: P 210 Duett og sendibíll: A, B, C, D, E, F, M, P
Framleiddur: 1960-1969
Magn: 60.100
Yfirbygging: Skutbíll og sendibíll
Vél: Fjögurra strokka línuvél, toppventlar; 1.583 rúmsentimetrar; 79,37 x 80 mm; 60 hestöfl við 4.500 snúninga á mínútu. 1968: 1.778 rúmsentimetrar, 84,14x80 mm; 75 hestöfl við 4.500 snúninga á mínútu.
Gírkassi: Fjögurra gíra beinskipting með gírstöng festa í gólf.
Hemlar: Vökvaknúnar skálar á öllum hjólum.
Stærðir: Hjólhaf: 2.600 mm.