1961 - 1972

P1800/1800

Snemma árs 1959 kynnti Volvo nýjan sportbíl, tveimur árum eftir fyrri tilraun með Volvo Sport, sem var með yfirbyggingu úr pólýesterstyrktu trefjagleri.

Nýi bíllinn varð þekktur sem P1800 og síðar meir sem P1800S/1800S og 1800E. Þessi nýi sportbíll státaði af ítalskri útlitshönnun og framleiðslan hófst árið 1961.

Þar sem verksmiðjur Volvo höfðu ekki getuna til að smíða bílinn var samið um að framleiðslan færi fram á Bretlandi fyrstu árin. Fyrirtækið Pressed Steel gerði yfirbyggingarnar en samsetning fór fram hjá Jensen fyrirtækinu. Samsetning P-1800 S var síðan flutt til Lundby-verksmiðjunnar í Gautaborg árið 1963 og framleiðsla yfirbyggingarinnar var flutt til Olofströms-verksmiðjunnar í Svíþjóð. Þessar breytingar voru gerðar í tengslum við 1800 E árið 1969. Volvo P1800 var byggður á gólfplötu Volvo 121/122S, en hann hafði styttra hjólhaf. Bíllinn var einnig með algjörlega nýja 1,8 lítra fjögurra strokka vél sem upphaflega gaf af sér 100 hestöfl, síðar 108, 115 og að lokum 120 hestöfl.

Í áranna rás hefur bíllinn aðallega þróast vegna innleiðingar nýrra véla. Haustið 1968 var 2,0 lítra vél með vélarafköst upp á 118 hestöfl kynnt til sögunnar. Ári síðar kom ný útgáfa á markaðinn með eldsneytisinnspýtingu og jafnvel meiri vélarafköst.

Tæknilegar upplýsingar

Tegund: P1800 / 1800
Sérstök útfærsla: P 1800 S, 1800 S, 1800 E
Framleiddur: 1961-1972
Magn: 39.414
Yfirbygging: Coupé 2 – tveggja sæta
Vél: Fjögurra strokka línuvél, toppventlar; 1.778 rúmsentimetrar; 84,14 x 80 mm; 100 hestöfl við 5.500 snúninga á mínútu. Aukin árið 1968 í 108 hestöfl við 5.800 snúninga á mínútu. 2,0 lítra, 1.986 rúmsentimetra (88,9 x 80 mm) blöndungsútgáfa kom fram á sjónarsviðið árið 1968 og var fylgt eftir af bíl sem var með beina innspýtingu og 120 hestöfl árið 1969.
Gírkassi: Fjögurra gíra beinskipting, fjögurra gíra beinskipting með yfirgír eða þriggja gíra sjálfskipting með gírstöng festa í gólf.
Hemlar: Vökvaknúnir diskar að framan og skálar að aftan. Síðari tegundir voru með diska á öllum hjólum.
Stærðir: Heildarlengd 440 cm, hjólhaf 245 cm.
Ýmislegt: Þessi Volvo-tegund varð mjög fræg vegna hlutverks síns í kvikmyndunum „The Saint“ þar sem hetjan Simon Templar (Roger Moore) sat undir stýri.