1962 - 1969

P220 AMAZON ESTATE

Hægt er að lýsa þessari tegund sem skutbíll sem byggður er á 121/122S (Amazon). Hann var frumsýndur á Stockholm Motor Show í febrúar 1962. Þessi útvíkkun á tegundalínunni gaf Volvo kost á meiri breidd í einum og sama fjölskyldubílnum en nokkru sinni fyrr.

P220 var fjögurra dyra bíll og afturhlerinn skiptist í tvo hluta. Annar hlutinn opnaðist niður á við en hinn upp á við. Hönnunin var innblásin af bandarískum skutbílum.

Framleiðsla á P220 fór fram samhliða framleiðslu á P210 og P220 varð vinsælli fyrir utan norræna markaðinn. Þessi bíll státaði af enn einu mikilvægu skrefinu í átt að fjölskylduvænum skutbíll sem lítið var af á markaðinum. Á þennan hátt gegndi P220 mikilvægu hlutverki fyrir Volvo sem leiðandi framleiðandi skutbíla.

Tæknilegar upplýsingar

Tegund: P 220 Amazon Estate
Sérstök útfærsla: P 221, P 222 (SPORT)
Framleiddur: 1962-1969
Magn: 73.169
Yfirbygging: Fjögurra dyra skutbíll
Vél: Fjögurra strokka línuvél, toppventlar, 1.778 rúmsentimetrar, 84,14 x 80 mm, 75, 90 eða 95 hestöfl. Síðar: 1.986 rúmsentimetrar, 88,9 x 80 mm, 90 hestöfl.
Gírkassi: Fjögurra gíra beinskipting (með eða án yfirgírs). Gírstöng fest í gólf eða þriggja gíra sjálfskipting með gírstöng í stýrisstöng.
Hemlar: Í upphafi voru vökvaknúnar skálar á öllum hjólum en diskar á framhjólum síðar.
Stærðir: Heildarlengd 449 cm, hjólhaf 260 cm.