1967 - 1974

145

Í lok nóvember 1967 kynnti Volvo til sögunnar Volvo 145, þriðju útgáfuna í 140-línunni sem var á góðri leið með að þróast í hinn fullkomna fjölskyldubíl.

Volvo 145 var fimm dyra skutbíll og var afturhlutinn nánast með lóðréttan afturhlera. Allir voru sammála um að þetta væri öruggur, þægilegur og mjög hagnýtur og rúmgóður bíll. Rúmmál farangursgeymslunnar var meira en tveir rúmmetrar og gólfið var fullkomlega flatt.

Hönnun afturhlutans hefur síðan þá orðið velþekkt einkenni fyrir alla Volvo-skutbíla.

Volvo 145 varð fljótt mjög vinsæll skutbíll sem spilaði mjög mikilvægt hlutverk í 140-línunni.

Árlegar breytingar voru að mestu leiti þær sömu og voru kynntar samhliða á tveggja og fjögurra dyra bílunum. Sjónræn breyting átti sér stað árið 1970 þegar aftasti glugginn hvarf og einn stór gluggi kom í staðinn aftan við afturhurðirnar.

Tæknilegar upplýsingar

Tegund: 145
Sérstök útfærsla: Express. Stærra þak
Framleiddur: 1967-1974
Magn: 268.317
Yfirbygging: Fimm dyra skutbíll
Vél: Fjögurra strokka línuvél, toppventlar, 1.778 rúmsentimetrar, 84,14 x 80 mm og 1.986 rúmsentimetrar, 88,9x80 mm, í nokkrum mismunandi kraftútgáfum.
Gírkassi: Fjögurra gíra beinskipting eða fjögurra gíra beinskipting með rafknúnum yfirgír eða þriggja gíra sjálfskipting.
Hemlar: Vökvaknúnar diskabremsur á öllum hjólum.
Stærðir: Heildarlengd 464 cm, hjólhaf 260 cm.