1968 - 1975

164

Haustið 1968 var Volvo 164 kynntur á markað. Hann var áframhaldandi þróun á Volvo 144 en yfirbragð hans var virðulegra.

Meginmunurinn hvað tæknihliðina varðar var að Volvo 164 var með 3,0 lítra, sex strokka línuvél undir vélarhlífinni. Þessi vél hafði verið þróuð út frá 2,0 lítra, fjögurra strokka vélinni sem var á sama tíma kynnt til sögunnar fyrir 140-línuna árið 1968. Frá upphafi hafði 164 tvo blöndunga en síðar var vélin einnig fáanleg með eldsneytisinnspýtingu.

Þetta var í fyrsta sinn í 10 ár sem Volvo gat boðið upp á sex strokka bíl. Síðast hafði það gerst þegar leigubílarnir í 830-línunni voru smíðaðir.

Hvað varðaði bíla á almennan markað hafði Volvo ekki boðið upp á sex strokka bíla í næstum því 20 ár eða síðan 1950 þegar framleiðslu á PV60 var hætt.

Hvað ytra útlit á 164 varðar hafði framhlutinn sinn eigin stíl. Vélarhlífin var lengri til að skapa meira rými fyrir stærri vél. Lögunin að framan gerði bílinn virðulegri, þökk sé stærra grilli.

Hvað innréttinguna varðar voru sætin nýstárleg. Efnið var íburðarmeira og í bólstruninni mátti sjá glitta í leður.

Volvo 164 var framleiddur milli 1968 og 1975. Flestir bílanna sem voru framleiddir síðasta árið voru sendir til Bandaríkjanna.

Tæknilegar upplýsingar

Tegund: 164
Framleiddur: 1968-1975
Magn: 146.008
Yfirbygging: Fjögurra dyra stallbakur
Vél: Sex strokka línuvél, toppventlar, 2.978 rúmsentimetrar, 88,9 x 80 mm, 135-175 hestöfl.
Gírkassi: Fjögurra gíra beinskipting, fjögurra gíra beinskipting með rafknúnum yfirgír eða þriggja gíra sjálfskipting.
Hemlar: Vökvaknúnir diskar á öllum hjólum.
Stærðir: Heildarlengd 470 cm, hjólhaf 270 cm.