1971 - 1973

1800ES

Haustið 1971 var ný útgáfa af hinum fræga Volvo 1800 kynnt á markað. Nýja útgáfan var kölluð 1800ES.

1800ES var með nýrri hönnun að aftan miðað við fyrri útgáfur af 1800. Þaklínan hafði verið lengd og útlit bílsins minnti meira á skutbíl. 1800ES bjó yfir stærra farangursrými, til dæmis fyrir golfsett eða veiðibúnað.

Undir yfirborðinu var tæknin í 1800ES sú sama og í öðrum 1800 tegundum.

Nýja útgáfan var framleidd í tveimur árgerðum, 1972 og 1973. Árið 1972 voru báðar útgáfur framleiddar á sama tíma en aðeins 1800ES var framleidd árið 1973.

Þegar síðustu bílarnir voru smíðaðir árið 1973 var framleiðslunni hætt. Það var einkum vegna strangari öryggiskrafna í Bandaríkjunum sem einfaldlega hefði verið of dýrt að fylgja eftir.

Tæknilegar upplýsingar

Tegund: 1800ES
Framleiddur: 1971-1973
Magn: 8.078
Yfirbygging: Tveggja sæta og tveggja dyra bíll
Vél: Fjögurra strokka línuvél, toppventlar, 1.986 rúmsentimetrar, 88,9 x 80 mm, 124-135 hestöfl.
Gírkassi: Rafknúinn yfirgír, fjögurra gíra beinskipting með gírstöng fest í gólf. Þriggja gíra sjálfskipting með gírstöng í stýrisstöng.
Hemlar: Vökvaknúnar diskabremsur á öllum hjólum.
Stærðir: Heildarlengd 438 cm, hjólhaf 245 cm.