1974 - 1984

242

Í ágúst 1974 kynnti Volvo nýja kynslóð af bílum sem kallaðir voru 240 og 260 Series.

Þessar nýju tegundir voru þróaðar út frá 140 línunni og voru svipaðar forverum sínum. Breytingarnar fólu í sér nýja framhlið, stærri stuðara og þróaðri undirvagn sem var búinn McPherson-fjöðrunarkerfi á framhjólum. Á sama tíma var farið að nota nýja fjögurra strokka vél með yfirliggjandi kambás. Fyrri fjögurra strokka vélin var enn í boði í grunnútgáfunum í nokkurn tíma.

Það var enn mikil eftirspurn eftir tveggja dyra bílum á norræna markaðinum og því var eðlilegt að hafa tveggja dyra bíl með í áætluninni. En þar sem stefnan var hins vegar að fjölga fjögurra dyra bílum var 242 tekinn úr framleiðslu löngu á undan 244 og 245.

Í áranna rás var Volvo 242 framleiddur með mörgum mismunandi vélum og gírkössum.

Tilkomumestu bílarnir voru 242GT, sem settir voru á markað seint á áttunda áratug síðustu aldar, og 240 Turbo sem komu á markað áratug síðar í Bandaríkjunum. Báðir bílar buðu upp á mikilfengleg afköst og með þeim er klassíska orðtakinu „úlfur í sauðargæru“ svarað með fullum hálsi.

Tæknilegar upplýsingar

Tegund: 242
Tilbrigði við tegund: 242 GT
Framleiddur: 1974-1984
Magn: 242.621
Yfirbygging: Tveggja dyra stallbakur
Vél: Fjögurra strokka línuvél OHV, fjögurra strokka línuvél OHC, fjögurra strokka línuvél OHC með hverfilforþjöppu.
Gírkassi: Fjögurra gíra beinskipting eða fjögurra gíra beinskipting með rafknúnum yfirgír. Gírstöng fest í gólf. Þriggja gíra sjálfskipting.
Hemlar: Vökvaknúnar diskabremsur á öllum hjólum.
Stærðir: Heildarlengd 490 cm, hjólhaf 264 cm.
Ýmislegt: Árið 1985 vann Volvo 242 keppnina European Touring Car Championship.