1974 - 1993

245

Í ágúst 1974 kynnti Volvo nýja kynslóð af bílum sem kallaðir voru 240 og 260 Series.

Þessar nýju tegundir voru þróaðar út frá 140 línunni og voru svipaðar forverum sínum. Breytingarnar fólu í sér nýja framhlið, stærri stuðara og þróaðri undirvagn sem var búinn McPherson-fjöðrunarkerfi á framhjólum.

Við kynninguna á Volvo 240 fjölskyldubílnum var einnig kynnt ný fjögurra strokka vél með yfirliggjandi kambás. Fyrri fjögurra strokka vélin var enn notuð meðan á breytingartímabilinu fyrir grunnútgáfurnar á 240-línunni stóð yfir.

Rétt eins og með Volvo 244 var um skamma hríð hægt að fá 245-bílinn með V6 vél. Fyrsta sex strokka vélin í farþegabíl sem sett var á markað leit dagsins ljós haustið 1978 í Volvo 240. Þetta var árangursríkur valkostur á ákveðnum mörkuðum þar sem dísileldsneyti gegnir mikilvægu hlutverki.

Nýi Volvo-fjölskyldubíllinn var þróaður með strangar öryggiskröfur í huga. Þær voru í reynd svo strangar að bíllinn var notaður sem staðalbíll fyrir öryggisþróun af yfirvöldum í Bandaríkjunum.

En Volvo 245 setti einnig ný viðmið þegar kom að afköstum. Þegar hverfilþjöppuútgáfan af 245 var kynnt árið 1981 var hann einn hraðskreiðasti skutbíll heimsins.

Tvisvar sinnum fékk bíllinn andlitslyftingu, fyrir 1981 og 1986 árgerðirnar. Í lok líftíma Volvo 245 fékk bíllinn heilmikila endurnýjun lífdaga. Tegund sem kölluð var Polar átti sér marga aðdáendur á Ítalíu.

Tæknilegar upplýsingar

Tegund: 245
Framleiddur: 1974-1993
Magn: 959.151
Yfirbygging: Fimm dyra skutbíll
Vél: Fjögurra strokka línuvél OHV, fjögurra strokka línuvél OHC, fjögurra strokka línuvél OHC með hverfilforþjöppu. V6 OHC og fimm og sex strokka dísillínuvélar OHC.
Gírkassi: Fjögurra gíra beinskipting, fjögurra gíra beinskipting með rafknúnum yfirgír. Fimm gíra beinskipting, þriggja eða fjögurra gíra sjálfskipting.
Hemlar: Vökvaknúnar diskabremsur á öllum hjólum.
Stærðir: Heildarlengd 490 cm, hjólhaf 264 cm.