1930 - 1935

TR671-9

Í mars 1930 kynnti Volvo fyrsta sjö sæta bílinn sem var sérstaklega smíðaður fyrir leigubílaakstur. Þessir bílar, TR671 og TR679, voru frábrugðnir PV651 til PV655 vegna lengra hjólhafs og útbúnaðar.

TR671 og TR674 voru byggðir á PV650 og PV652 bílunum en TR675 og TR679 voru náskyldir PV653 og PV655 bílunum.

Undantekningin var TR676 (sem var með stærri yfirbyggingu). Þessir bílar litu út eins og grunntegundirnar, en þeir voru þó lengri.

Til viðbótar við fullbúna bíla frá Volvo var einnig boðið upp á undirvagna sem voru hentugir fyrir sérútbúnar yfirbyggingar.

Tæknilegar upplýsingar

Tegund: TR671-9
Sérstök útfærsla: TR 671 (TRS = borgarleigubíll með rúðuskiptingu), TR 672 (TRL = landsbyggðarleigubíll án rúðuskiptingar), TR 673 (með rúðuskiptingu), TR 674 (án rúðuskiptingar), TR 675 Chassis, TR 676 (borgarleigubíll með rúðuskiptingu og háu þaki), TR 677 Chassis, TR 678 (landsbyggðarleigubíll með rúðuskiptingu og með lágu þaki), TR 679 (landsbyggðarleigubíll án rúðuskiptingar og með lágu þaki)
Framleiddur: 1930-1935
Magn: 845
Yfirbygging: Leigubílar, sjúkrabílar eða undirvagnar ætlaðir fyrir sérstakar yfirbyggingar.
Vél: Sex strokka línuvél með hliðarventlum; 3.010 rúmsentimetrar; 76,2x110 mm; 55 hestöfl við 3.000 snúninga á mínútu eða 3.266 rúmsentimetrar, 79,4x110 mm; 65 hestöfl við 3.200 snúninga á mínútu.
Gírkassi: Þriggja gíra beinskipting, gírstöng fest í gólf.
Hemlar: Vökvaknúnir á öllum hjólum.
Stærðir: Hjólhaf 3.100 eða 3.250 mm.