1975 - 1982

264

Volvo 264 var kynntur haustið 1974 sem arftaki Volvo 164 sem framleiddur var á sama tíma og 264 árið 1975.

Volvo 164 hafði verið byggður á 144 og að sama skapi var 264 byggður á 244. Eftirtektarverðasta breytingin var hönnunin á framhlið bílsins sem hafði mun virðulegra útlit.

PRV-vélin var algjörlega ný og hafði verið þróuð fyrir 264-bílinn. V6 var með slagrými upp á 2,7 lítra og var eingöngu gerð úr áli og þróuð í samvinnu við Peugeot og Renault.

Tæknilegar upplýsingar

Tegund: 264
Framleiddur: 1975-1982
Magn: 132.390
Yfirbygging: Fjögurra dyra stallbakur
Vél: V6 OHC, 2.664 eða 2.849 rúmsentimetrar.
Gírkassi: Fjögurra gíra beinskipting, fjögurra gíra beinskipting með rafknúnum yfirgír eða þriggja gíra sjálfskipting.
Hemlar: Vökvaknúnar diskabremsur á öllum hjólum.
Stærðir: Heildarlengd 490 cm, hjólhaf 264 cm.