1975 - 1980

66

Árið 1972 keypti Volvo einn þriðja af DAF Car BV í Hollandi og kom þar með undir sig fótunum sem framleiðandi smárra bíla, í geira þar sem Volvo hafði ekki verið áður. Um miðjan áttunda áratug síðustu aldar voru keyptir stærri eignarhlutar í DAF Car BV og fyrirtækið var endurskipulagt til að skapa Volvo Car BV.

Fyrsti bíllinn frá Volvo Car BV til að bera Volvo-nafnið var Volvo 66. Þessi bíll var þróaður upp úr fyrri útgáfunni af DAF 66.

Volvo 66 var fáanlegur í tveimur útgáfum, sem tveggja dyra fólksbifreið og þriggja dyra skutbíll. Þessir bílar voru með afturdrif og sjálfvirkan gírkassa með stiglausa skiptingu, CVT.

Tæknilegar upplýsingar

Tegund: 66
Framleiddur: 1975-1980
Magn: 106.137
Yfirbygging: Tveggja dyra fólksbifreið eða þriggja dyra skutbíll.
Vél: Fjögurra strokka línuvél OHV, 1.109 rúmsentimetrar, 47 hestöfl eða 1.289 rúmsentimetrar, 57 hestöfl.
Gírkassi: Sjálfskiptur, með stiglausa skiptingu.
Hemlar: Vökvaknúnar diskbremsur að framan og skálar að aftan.
Stærðir: Heildarlengd 390 cm, hjólhaf 225 cm.