1976 - 1990

343

Þegar Volvo 343 var kynntur veturinn 1976 var hann sá fyrsti af nýjum bílum frá hollenska fyrirtækinu Volvo Car BV. Volvo 343 mætti til leiks í mjög mikilvægan geira evrópska markaðarins – smábílamarkaðinn.

Volvo 343 var þriggja dyra hlaðbakur og stór afturhlerinn státaði af litlum vindkljúf. Bíllinn var nokkuð rúmgóður og með gott og sveigjanlegt farangursrými.

Í upphafi var bíllinn aðeins fáanlegur með 1,4 lítra vél og gírkassa með stiglausa skiptingu. Hann var með afturdrif og gírkassinn var staðsettur við hliðina á mismunadrifinu til að tryggja góða þyngdardreifingu. Fjöðrunin að aftan var De Dion-kerfi.

Volvo 343 fór í gegnum margar breytingar hvað varðar útlit, vél og gírkassa. Stærstu breytingarnar á útlitinu áttu sér stað haustið 1981 og með nýrri framhlið og nýrri innréttingu.

Tæknilegar upplýsingar

Tegund: 343
Framleiddur: 1976-1990
Magn: 472.434
Yfirbygging: Þriggja dyra hlaðbakur
Vél: Fjögurra strokka línuvél OHV, 1.397 rúmsentimetrar. Fjögurra strokka línuvél OHC, 1.986 rúmsentimetra. Fjögurra strokka línuvél, 1.721 rúmsentimetri eða fjögurra strokka línuvél OHC, 1.596 rúmsentimetra dísilvél.
Gírkassi: Sjálfkskiptur með stiglausa skiptingu (CVT), fjögurra gíra beinskiptingu, fimm gíra beinskiptingu.
Hemlar: Vökvaknúnar diskbremsur að framan og skálar að aftan.
Stærðir: Heildarlengd 419 cm, hjólhaf 239,5 cm.