1982 - 1989

360 3-D

Haustið 1982 var kynnt á markaðinn ný tegund í Volvo línunni – Volvo 360. Hann var byggður á 340 línunni og var með fjögurra strokka og tveggja lítra vél ásamt fimm gíra beinskiptingu. Tilkomu 360-bílsins var ætlað að gefa þessum betur búnu og kraftmeiri bílum sitt eigið svipmót.

Sportlegri útgáfa bílsins, sem nefndist 360 GLT, var einnig kynnt á sama tíma, en sá bíll var knúinn áfram af vél með eldsneytisinnspýtingu.

Tæknilegar upplýsingar

Tegund: 360 – þriggja dyra
Framleiddur: 1982-1989
Magn: 33.535
Yfirbygging: Þriggja dyra hlaðbakur
Vél: Fjögurra strokka línuvél með OHC-einingu, 1.986 rúmsentimetrar, 88,9 x 80 mm
Gírkassi: Fjögurra eða fimm gíra beinskipting
Hemlar: Vökvaknúnar diskabremsur að framan
Stærðir: Heildarlengd 423 cm, hjólhaf 240 cm.