1933 - 1937

PV653-9

Fyrstu sex strokka Volvo-bílarnir komu á markaðinn árið 1929 og hafa haldið áfram að þróast allt frá þeim tíma. Árið 1933 voru PV653 (standard) og PV654 (de luxe) kynntir til sögunnar. Þægilegir, hljóðlátir og harðgerðir bílar fyrir notkun á hverjum degi með áreiðanlegar vélar í hefðbundnum stíl.

654 de luxe útgáfan var búin glæsilegri innréttingu, tveimur varahjólum og bakkljósi – hann var einnig fáanlegur í nokkrum litum.

PV655-undirvagninn var hentugur fyrir nokkrar gerðir af yfirbyggingum.

Í byrjun árs 1935 var útliti PV658 og PV659 breytt umtalsvert. Vatnskassinn hallaðist svolítið aftur og grilli var bætt við fyrir framan vatnskassann. Mjög sérstakir hjólkoppar lögðu sitt af mörkum fyrir hið nýja útlit. Kraftmeiri útgáfan af sex strokka vélinni var enn eitt nýtt séreinkenni. Slagrýmið var 3,67 lítrar sem skilaði 80-84 hestöflum.

Tæknilegar upplýsingar

Tegund: PV653-9
Sérstök útfærsla: PV 653 Standard, PV 654 Luxury, PV 655 Chassis, útfærsla af PV 653/654, PV 656 Chassis, PV 657 Standard, PV 658 Luxury, PV 659 með rúðuskiptingu
Framleiddir: 1933 (PV653-5), 1935 (PV656-9), 1935 (PV653-5), 1937 (PV656-9)
Magn: 653 (PV653-5), 542 (PV656-9)
Yfirbygging: Stallbakur
Vél: 653-5: Sex strokka línuvél með hliðarventlum; 3.266 rúmsentimetrar; 79,4x110 mm; 65 hestöfl við 3.200 snúninga á mínútu. 658-659: Sex strokka línuvél, 3.670 rúmsentimetrar, 84,14x110 mm; 80-84 hestöfl við 3.300 snúninga á mínútu.
Gírkassi: Þriggja gíra með fríhjóli, gírstöng í gólfi.
Hemlar: Vökvaknúnir á öllum hjólum.
Stærðir: Hjólhaf 2.950 eða 3.550 mm.
Ýmislegt: 230 PV653s og 361 PV654s voru smíðaðir á árunum 1933-1935.