1982 - 1990

760 SEDAN

Með 760-fólksbílnum sem kynntur var snemma árs árið 1982 varð Volvo hluti af litlum hópi framleiðanda sem smíðaði virðuleg ökutæki með yfirburða þægindum og hágæða aksturseiginleikum.

Volvo 760 er mjög þekktur bíll sem bauð upp á mikið rými innanborðs, þrátt fyrir óvenjulegt og fremur klossað útlit. Öryggisstigið var enn betra en í bæði fyrri Volvo-bílum og flestum bílum frá keppinautum.

„Grunnútgáfan“ af Volvo 760GLE var knúin áfram af endurhannaðri útgáfu af franskri V6-vél sem hafði áður verið notuð í 260-línunni en síðar var bætt við mjög hraðvirkri fjögurra strokka túrbínuvél með millikæli og sex strokka dísilvél með millikæli. Vegna góðra afkasta og lítillar eldsneytisneyslu bauð þessi útgáfa upp á yfirburða þægindi á löngum vegalengdum og óviðjafnalegt akstursþol.

Víðtækasta breytingin á 760GLE-fólksbifreiðinni átti sér stað árið 1987 þegar framhlutanum var breytt og einstakur fjölarma afturás var kynntur til sögunnar, ásamt hundruðum stærri breytinga til viðbótar sem gerðu þennan bíl nánast að nýjum bíl.

Tæknilegar upplýsingar

Tegund: 760 Sedan
Framleiddur: 1982-1990
Magn: 183.864
Yfirbygging: Fjögurra dyra stallbakur
Vél: Fjögurra strokka línuvél með OCH, 2.316 rúmsentimetrar eða V6 2.849 rúmsentimetrar eða 2.383 rúmsentimetra dísiltúrbínuvél.
Gírkassi: Fjögurra gíra beinskipting með rafknúnum yfirgír eða fjögurra gíra sjálfskipting
Hemlar: Vökvaknúnar diskabremsur á öllum hjólum
Stærðir: Heildarlengd 478,5 cm, hjólhaf 277 cm.