1984 - 1992

740 SEDAN

Hinn geysivinsæli Volvo 760 GLE var þróaður og aukinn enn frekar og niðurstaðan varð Volvo 740 GLE árið 1984. Þessi nýja Volvo-tegund var fjögurra strokka útfærsla á 760-bílnum.

Volvo 740 skutbíllinn á sínar gífurlegu vinsældir að þakka þáttum eins og miklum áreiðanleika og víðfrægu öryggisstigi sínu.

Í áranna rás var Volvo 740 knúinn áfram af mörgum mismunandi vélum, aðallega fjögurra strokka línuvélum, með eða án hverfilforþjöppu. Einnig var að finna útgáfur með sex strokka dísilvélum.

Ytra útlit hlaut minniháttar andlitslyftingu haustið 1988 sem síðar var notað í 1989 árgerðinni.

Frá ágúst 1990 var Volvo 740 framleiddur samhliða 940 í tvö ár, en sá síðarnefndi tók síðan alveg við Volvo 740.

Tæknilegar upplýsingar

Tegund: 740 Sedan
Framleiddur: 1984-1992
Magn: 650.443
Yfirbygging: Fjögurra dyra stallbakur
Vél: Fjögurra strokka línuvél með OHC, 1.986 eða 2.316 rúmsentimetrar eða sex strokka línuvél, dísilvél eða dísiltúrbínuvél.
Gírkassi: Fjögurra gíra beinskipting, fjögurra gíra beinskipting með rafknúnum yfirgír. Fimm gíra beinskipting eða fjögurra gíra sjálfskipting.
Hemlar: Vökvaknúnar diskabremsur á öllum hjólum
Stærðir: Heildarlengd 478,5 cm, hjólhaf 277 cm.