1990 - 1998

940 SEDAN

Volvo 940/960 voru kynntir til sögunnar haustið 1990. Nýi 940-bíllinn kom í stað 740, sem var áfram í framleiðslu sem 740 GL tegundin. Fjögurra strokka bensínvél eða sex strokka dísiltúrbínuvél knúði Volvo 940 áfram og honum svipaði til Volvo 960.

Í Volvo 940 var einnig að finna ný öryggisatriði. Þriggja punkta öryggisbelti með tregðukefli var komið fyrir sem staðalbúnaði og einnig í náfrænda hans, lúxusbílnum Volvo 960, ásamt stillanlegum höfuðpúða fyrir miðju í aftursætinu sem markaði tímamót í gerð þessa öryggisbúnaðar. Ennfremur var boðið upp á innbyggða barnastóllinn sem valkost, en hann fellur inn í miðjuarmpúðann í aftursætinu.

Þessar og aðrar framfarir í öryggi urðu til þess að tegundin fékk alþjóðlegt lof og ekki af lakara taginu, en verðlaun fyrir öryggi komu meðal annars frá „Prince Michael Road Safety Award“ og „Autocar & Motor“.

Tæknilegar upplýsingar

Tegund: 940 Sedan
Framleiddur: 1990-1998
Magn: 246.704
Yfirbygging: Fjögurra dyra fólksbíll
Vél: Fjögurra strokka línuvél með OHC-einingu, 1.986 rúmsentimetrar 88,9 x 80 mm; fjögurra strokka línuvél með OHC-einingu, 2.316 rúmsentimetrar með eða án dísiltúrbínuvélar og sex strokka línuvél með OHC, 2.383 rúmsentimetra dísiltúrbínuvél.
Gírkassi: Fjögurra gíra beinskipting með yfirgír eða fimm gíra beinskipting eða fjögurra gíra sjálfskipting
Hemlar: Vökvaknúnar diskabremsur á öllum hjólum
Stærðir: Heildarlengd 487 cm, hjólhaf 277 cm.