1990 - 1997

960 SEDAN

Haustið 1990 var hafin framleiðsla á 1991 árgerðinni af Volvo 960. Nýi Volvo 960 bíllinn kom í stað Volvo 760 sem hætt var að framleiða, en hann hafði verið á markaðinum síðan 1982.

Volvo 960 var knúinn áfram af sex strokka vél með þriggja lítra slagrými. Þetta var háþróuð krafteining sem var með strokkstykki úr áli og tvöfalda yfirliggjandi kambása tengda við fjóra ventla á hvern strokk. Þessi vél hafði að geyma fyrsta áfangann af fullkomlega nýrri röð véla sem síðar þróuðust út í smíði á nýrri línu fimm strokka og fjögurra strokka Volvo-véla.

Hvað Volvo 960 varðaði var fjöldi nýrra öryggisatriða einnig afhjúpaður, þar á meðal þriggja punkta öryggisbeltið með tregðuhjólinu og stillanlegur höfuðpúði fyrir miðju aftursætisins. Til að auka enn öryggisþætti bílsins var boðið upp á innbyggða barnastóllinn sem valkost, en hann er felldur inn í miðjuarmpúðann í aftursætinu.

Þessar og aðrar framfarir í öryggi urðu til þess að tegundin fékk alþjóðlegt lof og ekki af lakara taginu, en verðlaun fyrir öryggi komu meðal annars frá „Prince Michael Road Safety Award“ og „Autocar & Motor“.

Fyrir árgerðina 1995 fór Volvo 960 í yfirgripsmikla endurhönnun. Framhlutinn fékk nýtt útlit, undirvagninn var nánast nýr og var þar að finna frekari þróun á fjölarma afturfjöðrun með blaðfjöður úr samsettu efni, festa þvert. Ný 2,5 lítra og sex strokka vél stækkaði þriggja lítra útgáfuna sem áður var notuð.

Árið 1997 var Volvo S90 skipt út fyrir Volvo 960 Sedan.

Tæknilegar upplýsingar

Tegund: 960 Sedan
Framleiddur: 1990-1997
Magn: 112.710
Yfirbygging: Fjögurra dyra fólksbíll
Vél: Sex strokka línuvél með DOHC-einingu, 2.473 eða 2.922 rúmsentimetrar
Gírkassi: Fimm gíra beinskipting eða fjögurra gíra sjálfskipting.
Hemlar: Vökvaknúnar diskabremsur á öllum hjólum
Stærðir: Heildarlengd 487 cm, hjólhaf 277 cm