1990 - 1997

960 ESTATE

Volvo 960 Estate var kynntur til sögunnar haustið 1990 ásamt nokkrum nýjum tegundum fyrir árgerðina 1991. Volvo 960 Estate flutti með sér hefðina fyrir sex strokka skutbílum í framleiðsluáætlun Volvo frá 760 línunni.

Þessi nýi Volvo 960 Estate var eðlilegt val fyrir viðskiptavini sem vildu bíl sem bauð upp á einstaka samsetningu á þægindum, öryggi, vinnuvistfræði, rými og fjölhæfni, en þessi samsetning var mikils metin af ökumönnum og farþegum.

Árið 1995 fór Volvo 960 Estate í yfirgripsmikla endurhönnun. Andlitslyftingin að framan frískaði upp á útlitið. Undir yfirborðinu var að finna nánast alveg nýjan undirvagn og 2,5 lítra útgáfu af sex strokka vél sem var bætt við fyrri þriggja lítra útgáfuna.

Annað mikilvægt nýtt atriði fyrir Volvo 960 Estate fyrir árið 1995 var kynning á síðustu kynslóð háþróaðrar fjölarma afturfjöðrunar, sem jók þægindi og aksturseiginleika bílsins.

Volvo 960 Estate leið undir lok með árgerðinni 1997 þegar arftakinn, Volvo V90, var kynntur til sögunnar.

Tæknilegar upplýsingar

Tegund: 960 Estate
Framleiddur: 1990-1997
Magn: 41.619
Yfirbygging: Fimm dyra skutbíll
Vél: Sex strokka línuvél með DOHC-einingu, 2.473 eða 2.922 rúmsentimetrar
Gírkassi: Fimm gíra beinskipting eða fjögurra gíra sjálfskipting.
Hemlar: Vökvaknúnar diskabremsur á öllum hjólum
Stærðir: Heildarlengd 487 cm, hjólhaf 277 cm