1991 - 1996

850 SEDAN

Volvo afhjúpaði glænýja tegund í júní 1991, Volvo 850 GLT. Volvo 850 GLT var markaðssettur með slagorðinu „Kraftmikill bíll með fjórar nýjungar á heimsmælikvarða“.

Fjögur ný séreinkenni var að finna í bílnum: Fimm strokka vél sem lá þvert og knúði framhjólin, Delta-link afturás sem sameinaði hreyfifræði og akstursþægindi sjálfstæðrar fjöðrunar með öryggi lifandi afturáss. SIPS, samþætta varnarkerfið gegn hliðarárekstri og sjálfstillandi búnað fyrir öryggisbelti framsæta.

Ytri hönnun 850 hafði sterk Volvo-einkenni og arfleifðin frá 740 og 940 var auðséð.

Volvo 850 GLT fékk gríðarlegar viðtökur. Sjaldan hefur nýr bíll fengið jafnmörg verðlaun og Volvo 850.

Árin þar á eftir hefur 850 línan þróast og gefið af sér fleiri útfærslur, þar á meðal bensínvél með hverfilforþjöppu og dísiltúrbínuvél með beinni innspýtingu.

Volvo 850 var einnig fyrsti bíllinn í heiminum til að bjóða upp á hliðarárekstursloftpúða, en þeir voru kynntir haustið 1994.

Með árgerðinni 1997 kom 850 Sedan í stað S70.

Tæknilegar upplýsingar

Tegund: 850 Sedan
Sérstakar útfærslur: AWD, T5 R
Framleiddur: 1991-1996
Magn: 390.835
Yfirbygging: Fjögurra dyra fólksbíll
Vél: Fimm strokka línuvél með DOCH-einingu, 1.984 til 2.435 rúmsentimetrar eða fimm strokka línuvél, 2.461 rúmsentimetri, SOCH dísiltúrbínuvél.
Gírkassi: Fimm gíra beinskipting eða fjögurra gíra sjálfskipting, framhjóladrif eða drif á öllum hjólum
Hemlar: Vökvaknúnar diskabremsur á öllum hjólum
Stærðir: Heildarlengd 467 cm. Hjólhaf 267 cm