1995-2004

S40

Með Volvo S40 bauð Volvo sömu þægindi og sama öryggisstig í smábíl og ökumenn stærri Volvo 850 bílanna höfðu notið árum saman.

Fljótlega bættist við upprunalegu útgáfurnar (með 1,8 lítra og 2,0 lítra vélar) sparneytnar og spennandi tegundir. Frá eldsneytisgrönnu túrbódísilvélinni til háafkasta T4-vélarinnar (200 hestafla) í S40, sem er verðugur arftaki klassískra Volvo bíla eins og PV544 Sport, P1800 og 240 Turbo.

En S40 varð ekki aðeins vinsæll á venjulegum vegum – hann varð einnig tilkomumikill kappakstursbíll. Ótrúlegasti árangurinn var þegar Richard Rydell vann BTCC (British Touring Car Championship) í Volvo S40 árið 1998. Volvo S40 hefur einnig orðið sigursæll í STCC (Swedish Touring Car Championship).

Árið 2000 var Volvo S40 kynntur með góðum árangri í Bandaríkjunum.

Tæknilegar upplýsingar

Tegund: S40

Framleiddur: 1995-2004

Magn: 35.2910
Yfirbygging: Fjögurra dyra stallbakur
Vél: Fjögurra strokka línuvél með DOHC, 1.587 rúmsentimetrar og 1.948 rúmsentimetrar og fjögurra strokka línuvél með OHC 1.870 rúmsentimetrar, dísiltúrbínuvél.
Gírkassi: Fimm gíra beinskipting, fjögurra eða fimm gíra sjálfskipting.
Hemlar: Vökvaknúnar diskabremsur á öllum hjólum
Stærðir: Hjólhaf: 256 cm