1935 - 1938

PV36 CARIOCA

Volvo PV36: Volvo tók einnig upp straumlínulagaða tísku fjórða áratugar síðustu aldar og árið 1935 var PV36, almennt þekktur sem „Carioca“, kynntur til sögunnar. Bíllinn hafði sjálfstæða framhjólafjöðrun með klofspyrnum og gormum, mjög sterkbyggðri yfirbyggingu, sem var öll úr stáli, og með hjólhlífar að aftan. Yfirbyggingin var ekki aðeins nútímaleg. Hún var einnig mjög örugg eins og sannaðist í nokkrum alvarlegum slysum.

Til viðbótar við 500 stallbaka var einn stakur undirvagn smíðaður af Nordbergs Karosseri í Stokkhólmi fyrir glæsilegan blæjubíl.

Tæknilegar upplýsingar

Tegund: PV36
Sérstök útfærsla: PV 36 Chassis
Framleiddur: 1935-1938
Magn: 501
Yfirbygging: Sex sæta stallbakur, undirvagn.
Vél: Sex strokka línuvél með hliðarventlum; 3.670 rúmsentimetrar; 84,14x110 mm; 80 hestöfl við 3.300 snúninga á mínútu.
Gírkassi: Þriggja gíra, með gírstöng í gólfi.
Hemlar: Vökvaknúnir á öllum hjólum.
Stærðir: Hjólhaf: 2.950 mm.
Ýmislegt: Hljóðlátur, þýður, dýr og svolítið umdeildur. Aðeins 500 „Carioca“ stallbakar og einn tveggja manna bíll með felliþaki voru smíðaðir og seldir. Hámarkshraði var 120 km/klst.