1996-2002

C70 COUPE

Í gegnum árin hefur Volvo boðið upp á vandaða tveggja dyra bíla fyrir glögga viðskiptavini sem vilja sameina vandaða vöru með þægindum, öryggi, aksturseiginleikum og góðu veggripi. P1800, 262C og 780 eiga það skilið að þeirra sé minnst sem forvera C70 Coupé

Þegar Volvo hóf hönnun C70 Coupé var þróunarvinnan unnin sameiginlega af Volvo og TWR (Tom Walkinshaw Racing) í Bretlandi til að tryggja að glæsilegt útlit yrði sameinað aksturseiginleikum sem fram til þessa höfðu ekki tíðkast í Volvo-bílum.

Nýi C70 Coupé var kynntur á Paris Motor Show árið 1996 og kallaði fram ánægjulegar umsagnir, bæði frá blaðamönnum og tilvonandi kaupendum.

C70 Coupé býður upp á hámarks afköst (með hámarkshraða upp á 250 km/klst) ásamt fyrsta flokks veggripi og þægindum fullkominnar vinnuvistfræði í bland við hágæða innréttingar þar sem er að finna ekta leður, ósvikinn við og fyrsta flokks hljóðbúnað.

Volvo C70 Coupé var framleiddur til ársins 2002.

Tæknilegar upplýsingar

Tegund: C70 Coupé

Framleiddur: 1996-2002

Magn: 24.395
Yfirbygging: Tveggja dyra fólksbíll
Vél: Fimm strokka línuvél með DOHC, 1.984 og 2.435 rúmsentimetrar.
Gírkassi: Fimm gíra beinskipting, fjögurra eða fimm gíra sjálfskipting.
Hemlar: Vökvaknúnar diskabremsur á öllum hjólum
Stærðir: Hjólhaf: 266 cm