1997-2013

C70 BLÆJUBÍLL

Saga Volvo-blæjubíla er jafn gömul og saga Volvo-bíla. Árið 1927 var fyrsti Volvo-bíllinn opinn bíll, ÖV4. Á fjórða áratug síðustu aldar voru margar blæjuyfirbyggingar smíðaðar af sjálfstæðum fyrirtækjum sem sérhæfðu sig í smíði yfirbygginga á mismunandi undirvagna frá Volvo. Árin 1956-1957 var hinn frægi Volvo Sport (P1900) framleiddur í takmörkuðu upplagi eða um 67 eintökum og hafa flestir þessara bíla varðveist til dagsins í dag.

Margir voru undrandi þegar C70 blæjubíllinn var kynntur árið 1997, því hann reyndist vera glæsilegasti og dýrasti bíll sem hafði borið Volvo-merkið fram að því.

En C70 blæjubíllinn var miklu meira en bara glæsilegur. Fyrst og fremst var hann spennandi bíll fyrir bílaáhugamenn með nánast sama veggrip og C70 Coupé og með hámarkshraða og hröðun sem var miklu meiri en flestir svokallaðir sportbílar.

Volvo hafði lengi hikað við að smíða opinn bíl af öryggisástæðum. En þökk sé nýsköpun Volvo, ROPS-veltivörninni, var öryggið tryggt, jafnvel þótt opinn bíllinn færi á hvolf, því að sjálfvirk veltistöng átti að virkjast ef til slyss kæmi.

Volvo C70 blæjubíllinn var fyrst og fremst ætlaður fyrir Bandaríkjamarkað, en opni Volvo-bíllinn varð fljótt mjög vinsæll í öðrum löndum þar sem veðurfar leyfði opna bíla.

Tæknilegar upplýsingar

Tegund: Volvo C70 blæjubíll

Framleiddur: 1997-2013

Magn: Enn í framleiðslu
Yfirbygging: Tveggja dyra blæjubíll
Vél: Fimm strokka DOHC, 1.984, 2.319 og 2.435 rúmsentimetrar.
Gírkassi: Fimm gíra, fimm gíra sjálfskipting.
Hemlar: Vökvaknúnar diskabremsur á öllum hjólum
Stærðir: Heildarlengd 472 cm, hjólhaf 266 cm