Volvo's first seatbelt

UPPFINNINGAR

Volvo hefur verið brautryðjandi hjá hverri kynslóð.

Nils Bohlin with Volvo seatbelt

1959 – Þriggja punkta öryggisbelti

Ef að líkum lætur eru fáir hér á jörðu sem hafa bjargað jafn mörgum mannslífum og Nils Bohlin, verkfræðingur hjá Volvo. Hann kynnti til sögunnar þriggja punkta öryggisbeltið inn í framleiðsluna á PV544. Síðan þá er áætlað að yfir einni milljón mannslífa hafi verið bjargað vegna þess að Volvo Cars afsalaði sér einkaleyfisréttinum í þágu allra.

1972 – Bakvísandi barnastóll

Manstu eftir gömlum myndum af geimförum sem lágu á bakinu við flugtak til að jafna út kraftinn? Á þessu byggir meginreglan á bakvið barnastólinn okkar sem snýr aftur – þetta er gert til að dreifa álaginu og lágmarka áverka. Síðan kynntum við barnabeltapúðann sem var nýjung árið 1976 og aftur árið 1990 kom innbyggði beltapúðinn sem er felldur inn í sætið.

Front of vintage Volvo

1976 – Lambda Sond

Lambda Sond var enn eitt framlagið til hreinna umhverfis frá Volvo Cars. Lítið tæki á stærð við fingur – í rauninni súrefnisnemi – varð til þess að við drógum úr skaðlegri losun með útblæstri um 90%. Og nærri 40 árum síðar er nánast hver einasta bensínvél í heiminum búinn Lambda Sond.

1991 – Hliðarárekstrarvörn

Annað mikilvægt skref í átt að auknu öryggi var hliðarárekstrarvörnin eða SIPS. Hún varð órjúfanlegur hluti af hönnun bílsins og fólst í mjög sterkri byggingu bílsins, notkun efna sem drógu úr álagi að innanverðu, þverbitum í gólfi og jafnvel styrktum sætum. Við fylgdum þessu eftir árið 1994 með annarri nýjung sem heimurinn hafði ekki séð áður, hliðarárekstrarloftpúðanum.

Volvo side impact protection seat
Volvo whiplash protection system

1998 – Verndarkerfi gegn hálstognun

Hálstognun er sársaukafull og getur haft í för með sér mikinn kostnað. Hún er einnig mjög algeng og því einbeittum við okkur að því að draga úr áverkum vegna árekstra á litlum hraða. Kerfið samanstendur af mjög sterkum höfuðpúða nálægt höfði farþegans og snjallri sætishönnun sem veitir jafnan stuðning við árekstur. Árangurinn er sá að hættan á langvarandi heilbrigðisvandamálum er helmingi minni en áður.

1998 – Loftpúðatjöld

Uppblásanlega tjaldið var enn eitt framfarastökkið hvað varðar öryggi um borð í Volvo. Það er falið í innri þakklæðningunni og nær yfir allt farþegarýmið. Við hliðarárekstur blæs tjaldið út á aðeins 25/1000 úr sekúndu og getur dregið allt að 75% úr því afli sem myndast þegar höfuð kastast til hliðanna.

Volvo inflatable curtain 1998
2002 Volvo roll over protection system (ROPS)

2002 – Veltuvörnin (ROPS)

Með auknum vinsældum sportjeppanna var tími til kominn að kynna okkar næstu öryggisnýjung – veltuvörnina. Við glímdum við vandamálið úr tveimur áttum. Í fyrsta lagi efldum við stöðugleika sportjeppanna með háþróaðri, rafrænni veltuvörn og í öðru lagi endurbættum við öryggisgrind bílsins með því að nota feiknarsterkt hástyrktarstál í þakið.

2003 – Upplýsingakerfi fyrir blindsvæði (BLIS)

Þegar ökumenn skipta um akrein getur augnabliks eftirtektarleysi haft hörmulegar afleiðingar ef ökumaðurinn hefur ekki séð farartæki á blindsvæðinu. Við ákváðum því að bílarnir okkar myndu líka hafa vakandi auga með umhverfi sínu til að forðast vandræði. Upplýsingakerfið fyrir blindsvæði notar myndavélar og skynjara til að fylgjast með ökutækjum við hliðina á og fyrir aftan Volvo-bílinn. Þegar bíll fer inn á blindsvæðið birtist viðvörunarljós nærri hurðarspeglinum sem gefur ökumanni nægan tíma til að bregðast við.

Volvo blind spot information system (blish)
Volvo city safety

2008 – Borgaröryggi

Hér eru nokkrar ótrúlegar tölur. Af öllum tilkynntum árekstrum eiga 75% sér stað á allt að 30 km/klst og í 50% af öllum aftanákeyrslum hafði ökumaðurinn sem keyrði á hreinlega ekki hemlað. Við sáum þarna tækifæri til að hafa áhrif. Borgaröryggiskerfið okkar notar leysigeislagreiningu til að finna út hvort líkur eru á árekstri við bílinn fyrir framan og ef ökumaður bremsar ekki sjálfur mun bíllinn gera það. Og kerfið er virkt upp að 50 km/klst.

2010 – Skynjari með sjálfvirka hemla til að greina gangandi vegfarendur

Við viljum að öryggisnýjungar okkar komi þeim sem eru fyrir utan bílinn líka til góða. Því þróuðum við kerfi sem notar skynjara og myndavélar sem vara ökumanninn við ef einhver gengur fram fyrir bílinn og þar að auki hemlar bíllinn sjálfkrafa ef ökumaðurinn gerir það ekki. Þetta var mjög stórt framfaraskref. Í Bandaríkjunum eru 11% allra sem láta lífið í umferðinni gangandi vegfarendur. Í Evrópu er þetta hlutfall 14% en í Kína er talan skelfilega há eða 26% allra banaslysa.

Volvo pedestrian detection with full auto brake