Volvo er miklu meira en bílar

Upplifðu fortíð okkar, nútíð og framtíð.

Skuldbinding okkar við þá sem kaupa Volvo og verða þannig hluti af Volvo fjölskyldunni heldur áfram löngu eftir kaupin. Við erum, þegar öllu er á botninn hvolft, fyrirtæki sem snýst fyrst og fremst um fólk. Þar liggur til dæmis áherslan í akstursþjálfuninni sem við bjóðum í Svíþjóð, sem og sú víðtæka reynsla sem byggist á því að vinna með fólki. 

Og ef þú ert ekki svo heppinn að búa í Svíþjóð skaltu skoða hinar frábæru Volvo Ocean Race snekkjur þegar þær eru í nágrenni við þig!

Upplýsingamiðstöð Volvo Cars

Uppgötvaðu hina sönnu Volvo reynslu í hjarta Volvo í Gautaborg. Viltu sjá nýja bíla verða til í verksmiðjunni okkar, prufukeyra nýjasta Volvo-bílinn eða fræðast meira um hugmyndir okkar um öryggi, umhverfi, hönnun og hreyfanleika framtíðarinnar? Við státum af starfsemi sem þú munt njóta þess að heimsækja.

FREKARI UPPLÝSINGAR

Sýningarsalur Volvo Cars

Heimsæktu Volvo Cars í Kungsträdgården í Stokkhólmi. Þar getur þú fræðst meira um vörumerkið Volvo og heimspeki okkar og tækni sem snýr að öryggi, umhverfi, hönnun og hreyfanleika framtíðarinnar. Þú getur einnig séð bílana okkar og vörur með berum augum. Hér er jafnvel hægt að leigja ráðstefnusal.

Volvo-safnið

Ferðalag um fortíð okkar

Í Volvo-safninu er hægt að sjá fyrsta bílinn sem við smíðuðum árið 1927 og einnig þekkta bíla á borð við P1800 og allar verðmætustu uppfinningar okkar, t.d. þriggja punkta beltið.

Volvo Museum

Volvo ökuskólinn

Við bjóðum upp á sjö mismunandi námskeið. Þú getur lært að keyra sjúkrabíl, orðið ökukennari, lært að verða lífvörður og bílstjóri eða jafnvel fengið námskeið sérsniðið að þínum þörfum hjá Volvo Cars Driving Academy.

Volvo Ocean Race

Siglingakeppnin Volvo Ocean Race er tækifæri þar sem reyndir sjóhundar og grænjaxlar deila með sér ótrúlegu ævintýri í kringum heiminn. Fylgstu með keppninni og hvettu eftirlætis liðið þitt til dáða.

FREKARI UPPLÝSINGAR