Komdu í heimsókn til Volvo Cars

The Volvo Cars Visitor Centre er staðsett í hjarta Volvo Cars í Torslanda í Gautaborg. Okkar markmið er að veita þér einstaka innsýn í einn mikilvægasta iðnað Svíþjóðar.

Hér getur þú t.d. bókað ferð um verksmiðjuna okkar, keyrt nýjasta Volvo-bílinn og farið í heimsókn með leiðsögn í Brand Experience Centre, en þar getur þú lært meira um hugmyndir okkar varðandi tengjanleika, öryggi, hönnun og umhverfi. Við skipuleggjum daginn fyrir þig, alveg eftir óskum þínum.

Bláa lestin: skoðunarferð um verksmiðjuna okkar

Fáðu far með Bláu lestinni í gegnum verksmiðju Volvo Cars í Torslanda og sjáðu framleiðslulínu okkar á bakvið tjöldin. Í Bláu lestina koma 30.000 gestir á hverju ári og þar sýnum við þér allt framleiðsluferlið, allt frá spólum af málmplötum til fullgerðra bíla.

Í Bláu lestinni geturðu upplifað milliliðalaust hvernig Volvo-bíll er smíðaður. Skoðanaferðir eru í boði fyrir fyrirtæki, samtök og skóla, sem og almenning. Hver skoðunarferð getur tekið 30 gesti, en þó er hægt að gera ráðstafanir fyrir stærri hópa. Skoðunarferðirnar taka um það bil eina klukkustund, en hægt er að fara mismunandi leiðir eftir því hvaða viðhalds- og þróunarvinna er í gangi í verksmiðjunni hverju sinni. Bannað er að nota myndavélar eða snjallsíma til að taka myndir. Skoðunarferðir eru tiltækar á sænsku, ensku og mandarín-kínversku mánudaga til föstudaga og verður að bóka fyrirfram. 


Brand Experience Centre

Volvo Cars snýst um fólk. Þess vegna bjuggum við til Brand Experience Centre, en þar getur þú fundið hvað gerir Volvo virkilega að Volvo. Komdu og sjáðu hvernig við sköpum nýjungar til að gera líf þitt betra og einfaldara og hvernig við gerum allt sem við getum til að verja þig og veröld þína – til dæmis með því yfirlýsta markmiði að enginn láti lífið eða verði fyrir hættulegum áverkum í nýjum Volvo.

Brand Experience Centre tekur á móti fyrirtækjum, stofnunum og skólum og býður upp á skoðunarferð undir leiðsögn um sýningar okkar, en þar er athygli beint að hönnun, öryggi, umhverfi og tengdum bílum. Hver skoðunarferð tekur 1,5 klukkustund og getur tekið allt að 50 manna hóp. Skoðunarferðirnar eru á sænsku og ensku, mánudaga til föstudaga. Við höfum einnig til ráðstöfunar ráðstefnuherbergi og samkomusal sem þú getur notað sem fundarstað og einnig bjóðum við upp á veitingar eftir pöntun.

Kynningarmiðstöð Volvo Cars

Við bjóðum ykkur velkomin á einn mest spennandi staðinn í Volvo Cars Visitor Centre: reynsluaktursbrautina. Reynsluaktu nýjustu tegundunum okkar á sérhönnuðum brautum og upplifðu bílana okkar og alla þeirra kosti, án milliliða.

Fyrirtækjahópar og stofnanir geta bókað reynsluakstur á reynsluakstursbrautinni okkar. Við tökum við bókunum fyrir 1-40 manns og þér er velkomið að nota tíma þinn með ráðstefnu eða annarri starfsemi í Volvo Cars Visitor Centre. Þess er krafist að þátttakendur hafi gilt ökuskírteini.

Veldu milli meira en 20 tegunda af Volvo með mismunandi vélar og tæknilýsingar, alltaf það nýjasta á markaðinum.

Verslun og kaffihús

Komdu og skoðaðu nýjustu Volvo-tengdu hlutina í verslun okkar og njóttu máltíðar eða kaffibolla hjá Volvo Cars International Café.

Verslunin hjá Volvo Cars býður upp á mikið úrval af fylgihlutum og minjagripum sem tengjast Volvo og þar er einnig fáanleg nýjasta fatalína Volvo.

Smelltu hér til að fá nánari upplýsingar. Opnunartímar eru: Mán-fös: 9:00 til 16:30.

Er ekki upplagt að fá sér hádegisverð eða drykk á Volvo Cars International Café eftir könnunarleiðangur morgunsins? Opnunartímar eru: Mán-fös: 8:00 til 15:30.

Ráðstefnuhald í Volvo Hall

Velkomin/n til Volvo Hall, en þar getum við boðið þér fyrirmyndar ráðstefnusvæði sem staðsett er í hjarta Volvo-svæðisins.

Volvo Hall hentar vel fyrir margs konar atburði og býður upp á nýjustu AV-framleiðslutæknina, þráðlausa nettengingu og búnað fyrir síma- og myndfundaráðstefnur. Herbergisstærð er fyrir 5 til 250 manns í samkomusalnum okkar.

Vinsamlegast hafðu samband við bókunarskrifstofu okkar og fáðu verð og nánari upplýsingar. Sími: +46 (0)31 59 50 00 eða netfang vhallen@volvocars.com.

Volvo safnið

Farðu í ferðalag aftur í tímann hjá Volvo safninu og sjáðu hvernig allt hófst. Við bjóðum fyrirtæki, stofnanir, skóla og einstaklinga velkomin. Á 8.000 m2 sýningarsvæði má líta vörur frá öllum sviðum Volvo-framleiðslunnar, þar á meðal bíla, vöruflutningabíla, strætisvagna, vinnuvélar, skipsvélar og margar aðrar áhugaverðar vörur frá Volvo. Þú getur bókað í gegnum Visitor Centre eða fræðst meira um safnið á www.volvomuseum.com.

Bókanir og upplýsingar

Vinsamlegast hringdu í síma +46 31 325 10 93 ef þú vilt bóka eða senda fyrirspurn varðandi starfsemina okkar. Bókunarskrifstofan er opin mán-fös. kl. 8:30 til 16:00. Þú getur líka sent okkur tölvupóst á visitor@volvocars.com.

Staðsetning

Volvo Cars Visitor Centre er staðsett á Karossvägen 2, meðfram Sörredsvägen í Torslanda. Sláðu inn Karossvägen 2 ef þú notar GPS-tæki. 

Almenningssamgöngutæki

Nokkrir strætisvagnar fara hingað frá járnbrautarstöðinni í Gautaborg. Leitaðu að strætisvögnum sem stoppa við stoppistöðina Volvohallen.

KORT YFIR VOLVO CARS (PDF)